Uppstokkun steytir á skeri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:20 Donald Trump segist ekki eiga í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vilja starfa fyrir sig. Vísir/Getty Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10