Sluppu undan rannsókn vegna anna Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherji, eins fyrirtækjanna þriggja sem sluppu undan rannsókn. VÍSIR/AUÐUNN Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hætti rannsókn á samkeppnishamlandi samráði Samherja, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gjögurs án efnislegrar niðurstöðu vegna anna í öðrum verkefnum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir stofnunina þurfa að forgangsraða. Þann 22. apríl 2013 gaf Samkeppniseftirlitið út ákvörðun um að Síldarvinnslunni væri heimilt að kaupa útgerðarfyrirtækið Berg-Hugin. Stærstu eigendur Síldarvinnslunnar voru annars vegar Samherji hf. og hins vegar Gjögur hf. Bæði fyrirtækin áttu fulltrúa í stjórn Síldarvinnslunnar en hvorugt fyrirtækjanna á meirihluta hlutafjár í Síldarvinnslunni. Í ljósi þessa eignarhalds ákvað Samkeppniseftirlitið að víkka út rannsóknina á samrunanum og leggja mat á hvort Samherji hefði yfirráð yfir Síldarvinnslunni. Saman hafa þessi fyrirtæki meiri aflahlutdeild en lög um stjórn fiskveiða heimila. „Samkeppniseftirlitið hefur lokið viðkomandi rannsókn án efnislegrar niðurstöðu. Ástæðu þessara málalykta má rekja til mikilla anna við rannsókn samrunamála síðustu misseri, en vegna lögbundinna tímafresta í samrunamálum verður eftirlitið ávallt að forgangsraða slíkum málum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í skriflegu svari. „Leiddi þessi staða til verulegra tafa við meðferð málsins sem þú spyrð um og var fyrirsjáanlegt að frekari tafir yrðu. Því var ákveðið að ljúka málinu á þessu stigi án efnislegrar niðurstöðu.“ Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur eru keppinautar í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar unnu þessi fyrirtæki nokkuð náið saman í útgerð, fiskvinnslu og í sölu afurða. Á þeim forsendum taldi Samkeppniseftirlitið á þessum tíma, í apríl 2013, það vera „óhjákvæmilegt“ að hefja nýtt stjórnsýslumál og skoða hvort Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur hefðu brotið gegn banni samkeppnislaga við samkeppnishamlandi samráði. Nú, fimm árum síðar, hefur eftirlitið hætt rannsókn á þessum meintu ólögmætu tilburðum fyrirtækjanna, vegna þess að önnur mál voru á undan í forgangsröðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira