Síðasta tækifæri leikmanna til að heilla Heimi og þjálfarateymið Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson velur HM-hópinn í byrjun maí. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur seinni leik sinn í ferð sinni til Bandaríkjanna í nótt. Mótherjar næturinnar eru Perú-menn og fer leikurinn fram á heimavelli Red Bulls í New Jersey. Íslenska liðið spilaði fínan leik þegar liðið mætti Mexíkó, en niðurstaðan varð engu að síður 0-3 tap. Það er engin nýlunda að ekki fari saman ágætis spilamennska og jákvæð niðurstaða í vináttulandsleikjum hjá íslenska liðinu. Margt jákvætt má taka úr leiknum gegn Mexíkó inn í leikinn gegn Perú. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins eftir leikinn gegn Mexíkó. Albert Guðmundsson og Samúel Kári Friðjónsson fóru til móts við U-21 árs lið Íslands og léku með liðinu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2019 í gærkvöldi. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í kvöld en fyrir fram var ákveðið í samstarfi við Cardiff að hann myndi aðeins leika annan æfingaleikinn. Mikilvægi Arons Einars inni á miðjunni hjá íslenska liðinu kom greinilega í ljós, en leikur liðsins riðlaðist nokkuð mikið án hans. Rúrik Gíslason og Theódór Elmar Bjarnason fengu högg í leiknum gegn Mexíkó, en Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins, var vongóður í viðtölum um helgina að þeir myndu ná leiknum gegn Perú Ljóst er að Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í leiknum en þeir eru allir að glíma við meiðsli. Þjálfarateymið nýtti allar sex skiptingarnar sem leyfilegt er að gera í vináttulandsleikjum gegn Mexíkó og það varð til þess að lítill taktur náðist í leik liðsins í seinni hálfleik. Það er spurning hvernig þjálfarateymið mun nálgast leikinn gegn Perú. Rúnar Alex Rúnarsson, Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason, Kári Árnason og Ari Freyr Skúlason léku allan leikinn fyrir íslenska liðið í leiknum gegn Mexíkó og spurning hvort þeir muni hefja leikinn í kvöld. Ólíklegt er að Rúnar Alex standi vaktina í markinu í leiknum, en fimm markmenn voru valdir í þessi tvö verkefni. Búast má við því að Ragnar Sigurðsson leysi annaðhvort Sverri Inga eða Kára af í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Ólafur Ingi Skúlason gæti svo fengið það hlutverk að leiða íslenska liðið inn á völlinn í fjarveru Arons Einars og fylla hans skarð inni á miðsvæðinu. Önnur spurning er hvort Kjartan Henry Finnbogason eða Viðar Örn Kjartansson leysi Albert af hólmi í framlínu íslenska liðsins. Annar möguleiki þjálfarateymisins er að þétta raðirnar inni á miðsvæðinu og bæta Theódóri Elmari Bjarnasyni inn á miðsvæðið eða færa Birki Bjarnason inn á miðsvæðið og setja Arnór Ingva Traustason og Rúrik Gíslason inn á vænginn í hans stað. Leikur Íslands og Perú hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Er þetta síðasti leikur liðsins áður en Heimir tilkynnir leikmannahópinn sem fer til Rússlands. Er þetta því síðasta tækifæri leikmanna til að gera atlögu að sæti í hópnum sem fer til Rússlands í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira