Sam Smith þakkaði Ingibjörgu Jónu fyrir sönginn Benedikt Bóas skrifar 27. mars 2018 06:00 Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir fór ekki framhjá stórsöngvaranum Sam Smith Vísir/Getty „Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Stelpan á myndinni heillaði mig gjörsamlega. Þú þekktir hvert einasta orð og ég fann fyrir ást þinni og stuðningi alla tónleikana. Ég elska þig, hver sem þú ert,“ sagði söngvarinn Sam Smith á Instagram eftir tónleika sína í Glasgow um helgina. Stúlkan á myndinni er Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir en hún ásamt vinkonum sínum, Elísabet Evu Ottósdóttur og Huldu Karenu Gunnlaugsdóttur, flaug í helgarferð til Glasgow til að fara á tónleikana. Vinkonurnar koma heim í dag vopnaðar þessari ótrúlegu lífsreynslu. Ingibjörg Jóna Guðrúnardóttir skömmu fyrir tónleikana.Eðlilega brá Ingibjörgu Jónu töluvert við að sjá þessi skilaboð en Smith er með um 10 milljónir fylgjenda. Breskir fjölmiðlar gripu boltann á lofti og fundu fljótlega út að stúlkan væri íslensk og héti Ingibjörg. „Ég var í viðtali við blað hér í Glasgow og BBC Radio hringdi líka. Svo þetta er búið að vekja smá athygli – enda hálf klikkað,“ segir Ingibjörg enn með töluvert ráma rödd eftir að hafa sungið með svo eftir var tekið. „Hann póstaði þessu og síminn minn hefur varla stoppað síðan,“ segir hún og hlær. „Við vorum á fremsta bekk, eða við vorum framarlega og ég tók eftir því að hann horfði í áttina til okkar. En ég vissi að enginn myndi trúa mér ef ég segði það. Svo þegar ég kom heim á hótel og kíkti á Instagram-síðuna hans þá er ég allt í einu þarna. Það var svolítið klikkað,“ segir hún enn hálf hissa á athyglinni. Ingibjörg segist ekki syngja vel þó hún hafi látið vel í sér heyra en hún er af söngelsku kyni þar sem margir tenórar og bassar, alt- og sópranraddir hljóma í kór. Ingibjörg Jóna hefur sungið með Sam Smith síðan hann kom fram á sjónarsviðið 2012. „Það er svolítið magnað að hann hafi séð að ég kunni öll lögin.“Færsla Sam Smith eftir tónleikana vakti alheimsathygli enda alheimsstjarna með níu milljónir fylgjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira