Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:51 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31