Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:48 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa lagt fram kæru til héraðssaksóknara þar sem óskað eftir því að embættið taki til lögreglurannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanns United Silicon hf., og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Lífeyrissjóðirnir fimm eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú-lífeyrissjóður vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. Áður hafði stjórn United Silicon kært Magnús til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Leikur grunur á að fjárhæðirnar hlaupi á hundruðum milljóna króna en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið sér þannig fé. Í tilkynningu sem sjóðirnir sendu frá sér kemur fram að þeir telji að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna þeim kerfisbundnu auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Ítarlegar athuganir á bókhaldi félagsins bendi til þessa.Meðal annars grunur um skjalafals og fjársvik Grunur sé um skjalafals, fjársvik í tengslum við kaup á búnaði, innheimtu tilhæfulausra reikninga og misnotkun á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þá telja kærendur að í ljósi þess sem nú er komið fram að rannsaka þurfi hvort fjármunir félagsins United Silicon hf. hafi mögulega verið nýttir, með ólögmætum hætti, til að fjármagna aðkomu Magnúsar Garðarssonar, eða aðila honum tengdum, að verkefninu. Kæran er lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits Stefáns Árna Auðólfssonar, lögmanns hjá LMB Mandat, um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú – lífeyrissjóður (vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar), óskuðu eftir lögfræðiálitinu til þess að fá úr því skorið til hvaða aðgerða sjóðirnir gætu gripið til að verja hagsmuni sjóðfélaga.Sjálfstæðir hagsmunir af því að kæra Með kærunni er leitað atbeina embættis héraðssaksóknara vegna hagsmuna þessara aðila í tengslum við lögreglurannsókn á meintu misferli í rekstri félagsins United Silicon hf. Kæran fylgir í kjölfar kæru félagsins sjálfs og Arion banka á hendur framkvæmdastjóranum. Sjóðirnir telja að möguleg brot hans snúi að hluta til með öðrum hætti að hagsmunum þeirra en félagsins sjálfs og bankans. Kærendur telja einnig að þeir hafi sjálfstæða hagsmuni af því að kæra hin grunuðu brot. Í kærunni er bent á að forsvarsmenn kísilverksmiðjunnar hafi sóst eftir verulegu fjármagni frá kærendum auk þess sem miklir almannahagsmunir hafi verið tengdir uppbyggingunni í Helguvík. Svo virðist sem fyrrum stjórnarmenn, sem flestir voru tengdir fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem og nánustu samstarfsmenn, hafi lítið sinnt athafna- og aðgæsluskyldum sínum svo sem hvað varðar aðskilnað starfa og uppáskrift reikninga. „…miðað við upplýsingar sem nú eru framkomnar virðist sem stjórn hafi falið Magnúsi Ólafi Garðarssyni nær ótakmarkað umboð til að ráðstafa fjármunum og til að skuldbinda félagið. Því verður að fara fram á rannsókn á þeim þætti málsins,“ segir í kærunni. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Stjórnir fimm lífeyrissjóða hafa lagt fram kæru til héraðssaksóknara þar sem óskað eftir því að embættið taki til lögreglurannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra og stjórnarmanns United Silicon hf., og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Lífeyrissjóðirnir fimm eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú-lífeyrissjóður vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar. Áður hafði stjórn United Silicon kært Magnús til embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. Leikur grunur á að fjárhæðirnar hlaupi á hundruðum milljóna króna en Magnús á að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga og dregið sér þannig fé. Í tilkynningu sem sjóðirnir sendu frá sér kemur fram að þeir telji að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna þeim kerfisbundnu auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Ítarlegar athuganir á bókhaldi félagsins bendi til þessa.Meðal annars grunur um skjalafals og fjársvik Grunur sé um skjalafals, fjársvik í tengslum við kaup á búnaði, innheimtu tilhæfulausra reikninga og misnotkun á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þá telja kærendur að í ljósi þess sem nú er komið fram að rannsaka þurfi hvort fjármunir félagsins United Silicon hf. hafi mögulega verið nýttir, með ólögmætum hætti, til að fjármagna aðkomu Magnúsar Garðarssonar, eða aðila honum tengdum, að verkefninu. Kæran er lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits Stefáns Árna Auðólfssonar, lögmanns hjá LMB Mandat, um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. og Brú – lífeyrissjóður (vegna Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar), óskuðu eftir lögfræðiálitinu til þess að fá úr því skorið til hvaða aðgerða sjóðirnir gætu gripið til að verja hagsmuni sjóðfélaga.Sjálfstæðir hagsmunir af því að kæra Með kærunni er leitað atbeina embættis héraðssaksóknara vegna hagsmuna þessara aðila í tengslum við lögreglurannsókn á meintu misferli í rekstri félagsins United Silicon hf. Kæran fylgir í kjölfar kæru félagsins sjálfs og Arion banka á hendur framkvæmdastjóranum. Sjóðirnir telja að möguleg brot hans snúi að hluta til með öðrum hætti að hagsmunum þeirra en félagsins sjálfs og bankans. Kærendur telja einnig að þeir hafi sjálfstæða hagsmuni af því að kæra hin grunuðu brot. Í kærunni er bent á að forsvarsmenn kísilverksmiðjunnar hafi sóst eftir verulegu fjármagni frá kærendum auk þess sem miklir almannahagsmunir hafi verið tengdir uppbyggingunni í Helguvík. Svo virðist sem fyrrum stjórnarmenn, sem flestir voru tengdir fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem og nánustu samstarfsmenn, hafi lítið sinnt athafna- og aðgæsluskyldum sínum svo sem hvað varðar aðskilnað starfa og uppáskrift reikninga. „…miðað við upplýsingar sem nú eru framkomnar virðist sem stjórn hafi falið Magnúsi Ólafi Garðarssyni nær ótakmarkað umboð til að ráðstafa fjármunum og til að skuldbinda félagið. Því verður að fara fram á rannsókn á þeim þætti málsins,“ segir í kærunni.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48