Viðskipti innlent

Hætt sem fram­kvæmda­stjóri Gló

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
Stjórn veitingahúsakeðjunnar Gló og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um að hún láti af störfum hjá félaginu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Petrea var ráðin framkvæmdastjóri Gló í ágúst á síðasta ári.

Petrea annaðist daglegan rekstur Gló hér á landi en í tilkynningu vegna ráðningarinnar í fyrra kom fram að áhersla yrði lögð á að sækja aukinn vöxt og auka arðsemi félagsins.

Petrea hefur lengst af starfað á sviði fjarskipta og afþreyingar en hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Tals og gegnt stjórnunarstöðum hjá Símanum, 365 og Skjánum.

Gló er í meirihlutaeigu Eyju fjárfestingafélags, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, en auk þess eiga meðal annars hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson og fjárfestirinn Ólafur Steinn Guðmundsson hlut í Gló.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×