Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 08:00 Búið er að staðfesta bardaga Gunnars Nelson og Bandaríkjamannsins Neils Magnys á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí en þar snýr Gunnar aftur í búrið eftir tapið á móti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. Gunnar átti að fá bardaga á móti Darren Till í Lundúnum í mars en ekkert varð úr því þar sem Englendingurinn sagðist vera veikur en Till berst í aðalbardaga kvöldins þetta sama kvöld.Sjá einnig:Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu Gunnar hefur leitað logandi ljósi að manni til að berjast við í langan tíma en margir farið undan í flæmingi. Nú er loks staðfest að hann stígur aftur inn í búrið og fær tækifæri til að minna á sig eftir tapið í fyrra.Neil Magny hefur unnið stór nöfn í UFC.vísir/gettySeig díselvél „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það hefur verið talað um að við Magny ættum að berjast. Það fór aldrei af stað fyrir alvöru. Ég var smá óöruggur um að hann myndi samþykkja þennan bardaga. Ég hef lengi leitað að bardaga á móti einhverjum á topp fimmtán og ekkert gengið. Núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar, en íþróttadeild ræddi við hann um bardagann í höfuðstöðum Mjölnis í gærkvöldi. Neil Magny er þrítugur og hefur unnið 20 af 26 bardögum sínum sem atvinnumaður, þar af þrettán af 18 síðan að hann þreytti frumraun sína í UFC árið 2013. „Hann er seigur. Þetta er svona díselvel sem mallar áfram. Hann er ekkert svakalega hraður og örugglega ekkert svakalega sterkur en mjög jafn yfir allt. Það sem hann hefur er, að hann er rosalega hár og langur. Hann er með tveggja metra langan faðm og sjálfur er hann 191 cm,“ segir Gunnar. „Mér finnst mjög líklegt að hann reyni að halda sér frá mér og beita stungum. Kannski reynir hann eitthvað að sparka en hann er örugglega svolítið hræddur um að ég grípi fótinn og taki hann niður. Ég myndi giska að hann reyni að halda sér standandi og halda sér frá mér.“Gunnar tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í fyrra.vísir/gettyHentar mér vel Magny er enginn sérfræðingur í gólfglímu og brasilísku jiu-jitsu eins og Gunnar en verður þó langt frá því eitthvað lamb að leika sér við. Bandaríkjamaðurinn hefur unnið risa í bransanum, nú síðast Carlos Condit í desember í fyrra og yrði sigur fyrir Gunnar því stór. „Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum að þegar kemur að bardagastíl þá hentar hann mér vel. Það mun á endanum koma í ljós en ég hef fulla trú á mér og mínum æfingabúðum. Ég er bara spenntur fyrir því að komast aftur í búrið. Það eru komnir átta mánuðir frá síðasta bardaga og við erum búnir að vera tilbúnir í góðan tíma,“ segir Gunnar, en mikið svakalega hefur gengið erfiðlega að finna bardaga. „Það koma tímabil hjá bardagamönnum þar sem þeir eru á fínum skriði eins og ég var á, en svo lendi ég í þessu helvíti á móti Ponzinibbio. Það hendir manni aðeins niður. Aðrir líta líka svolítið á mig þannig að ég er ekki mjög hátt á styrkleikalistanum en er mjög hættulegur bardagamaður. Menn vilja frekar fá einhvern sem er hærra á listanum og auðveldari í búrinu.“Gunnar vann síðast Alan Jouban í Lundúnum í mars í fyrra.vísir/gettyÆtlar sér alla leið Gunnar hefur verið að fá heimsóknir frá erlendum bardagaköppum og þjálfurum reglulega og verið að vinna mikið í glímunni. Eigum við enn eftir að sjá einhverja flugeldasýningar frá Gunnari? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég hugsa að það komi til með að sjást nýir hlutir frá mér í næstu bardögum,“ segir Gunnar sem ætlar sér enn á toppinn þrátt fyrir áfallið í Glasgow í fyrra. „Það er alltaf undirliggjandi hjá manni þó að maður einbeiti sér alltaf að næsta verkefni. Frá því að ég byrjaði ætlaði ég alltaf að fara alla leið. Maður ætlar sér aldrei að fara inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa öðrum. Maður ætlar sér bara að vinna allt. Það er alltaf þannig,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Búið er að staðfesta bardaga Gunnars Nelson og Bandaríkjamannsins Neils Magnys á UFC-bardagakvöldinu í Liverpool 27. maí en þar snýr Gunnar aftur í búrið eftir tapið á móti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow á síðasta ári. Gunnar átti að fá bardaga á móti Darren Till í Lundúnum í mars en ekkert varð úr því þar sem Englendingurinn sagðist vera veikur en Till berst í aðalbardaga kvöldins þetta sama kvöld.Sjá einnig:Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu Gunnar hefur leitað logandi ljósi að manni til að berjast við í langan tíma en margir farið undan í flæmingi. Nú er loks staðfest að hann stígur aftur inn í búrið og fær tækifæri til að minna á sig eftir tapið í fyrra.Neil Magny hefur unnið stór nöfn í UFC.vísir/gettySeig díselvél „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það hefur verið talað um að við Magny ættum að berjast. Það fór aldrei af stað fyrir alvöru. Ég var smá óöruggur um að hann myndi samþykkja þennan bardaga. Ég hef lengi leitað að bardaga á móti einhverjum á topp fimmtán og ekkert gengið. Núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar, en íþróttadeild ræddi við hann um bardagann í höfuðstöðum Mjölnis í gærkvöldi. Neil Magny er þrítugur og hefur unnið 20 af 26 bardögum sínum sem atvinnumaður, þar af þrettán af 18 síðan að hann þreytti frumraun sína í UFC árið 2013. „Hann er seigur. Þetta er svona díselvel sem mallar áfram. Hann er ekkert svakalega hraður og örugglega ekkert svakalega sterkur en mjög jafn yfir allt. Það sem hann hefur er, að hann er rosalega hár og langur. Hann er með tveggja metra langan faðm og sjálfur er hann 191 cm,“ segir Gunnar. „Mér finnst mjög líklegt að hann reyni að halda sér frá mér og beita stungum. Kannski reynir hann eitthvað að sparka en hann er örugglega svolítið hræddur um að ég grípi fótinn og taki hann niður. Ég myndi giska að hann reyni að halda sér standandi og halda sér frá mér.“Gunnar tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í fyrra.vísir/gettyHentar mér vel Magny er enginn sérfræðingur í gólfglímu og brasilísku jiu-jitsu eins og Gunnar en verður þó langt frá því eitthvað lamb að leika sér við. Bandaríkjamaðurinn hefur unnið risa í bransanum, nú síðast Carlos Condit í desember í fyrra og yrði sigur fyrir Gunnar því stór. „Ég er búinn að heyra það nokkrum sinnum að þegar kemur að bardagastíl þá hentar hann mér vel. Það mun á endanum koma í ljós en ég hef fulla trú á mér og mínum æfingabúðum. Ég er bara spenntur fyrir því að komast aftur í búrið. Það eru komnir átta mánuðir frá síðasta bardaga og við erum búnir að vera tilbúnir í góðan tíma,“ segir Gunnar, en mikið svakalega hefur gengið erfiðlega að finna bardaga. „Það koma tímabil hjá bardagamönnum þar sem þeir eru á fínum skriði eins og ég var á, en svo lendi ég í þessu helvíti á móti Ponzinibbio. Það hendir manni aðeins niður. Aðrir líta líka svolítið á mig þannig að ég er ekki mjög hátt á styrkleikalistanum en er mjög hættulegur bardagamaður. Menn vilja frekar fá einhvern sem er hærra á listanum og auðveldari í búrinu.“Gunnar vann síðast Alan Jouban í Lundúnum í mars í fyrra.vísir/gettyÆtlar sér alla leið Gunnar hefur verið að fá heimsóknir frá erlendum bardagaköppum og þjálfurum reglulega og verið að vinna mikið í glímunni. Eigum við enn eftir að sjá einhverja flugeldasýningar frá Gunnari? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég hugsa að það komi til með að sjást nýir hlutir frá mér í næstu bardögum,“ segir Gunnar sem ætlar sér enn á toppinn þrátt fyrir áfallið í Glasgow í fyrra. „Það er alltaf undirliggjandi hjá manni þó að maður einbeiti sér alltaf að næsta verkefni. Frá því að ég byrjaði ætlaði ég alltaf að fara alla leið. Maður ætlar sér aldrei að fara inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa öðrum. Maður ætlar sér bara að vinna allt. Það er alltaf þannig,“ segir Gunnar Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Gunnar sagður kominn með stóran bardaga í Liverpool Gunnar Nelson mætir líklega öflugum Bandaríkjamanni í lok maí á UFC-bardagakvöldi. 27. mars 2018 08:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti