Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 09:56 Uber stöðvaði tilraunir með sjálfkeyrandi bíla í Norður-Ameríku eftir banaslysið. Vísir/AFP Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri. Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Farveitan Uber fækkaði skynjurum sem greina hindranir á veginum þegar fyrirtækið skipti um sjálfkeyrandi bíla árið 2016. Sjálfkeyrandi bílar Uber höfðu eftir það fleiri blindbletti en keppinautarnir og fyrri útgáfur fyrirtækisins sjálfs. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú banaslys þar sem sjálfkeyrandi bíll Uber ók á gangandi konu.Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir fimm fyrrverandi starfsmönnum Uber og sérfræðingum í sjálfkeyrandi bílum. Bíllinn sem ók á 49 ára gamla konu í borginni Tempe í Arizona í síðustu viku var aðeins með einn leysinema á þakinu. Á fyrri útgáfum sjálfkeyrnadi bíla fyrirtækisins voru sjö slíkir nemar. Til samanburður eru sex leysinemar á sjálfkeyrandi bílum Waymo og fimm á bílum General Motors. Fækkun nemanna veldur því að bílarnir greina ekki gangandi vegfarendur fyllilega, að sögn fyrrverandi starfsmanna Uber. Nemarnir frá fyrirtækinu Velodyne greina hluti 360 gráður í kringum sig en hafa hins vegar takmarkað lóðrétt sjónsvið. Því sjá þeir illa fyrirbæri sem standa lágt. Forsvarsmenn Velodyne hafa þegar sagt að þeir séu gáttaðir á banaslysinu í Tempe. Slysið átti sér stað í myrkri en það á ekki að vera nein hindrun fyrir geislana. Þá hefur komið fram að tilraunir Uber með sjálfkeyrandi bíla hafi ekki gengið sem skyldi. Mannlegir ökumenn þyrftu að grípa inn í á aðeins um tuttugu kílómetra fresti á meðan sumir samkeppnisaðilar kæmust um 9.000 kílómetra án inngripa manna. Uber svaraði ekki spurningum Reuters og vísaði þess í stað á Velodyne. Framleiðandinn viðurkennir að nemi á þaki sé með blindblett um það þrjá metra í kringum bílinn. Velodyne segir að nemarnir þurfi að vera fleiri.
Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51