„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 13:12 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. VÍSIR/AFP Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var sjálfur yfirheyrður á sjöunda degi réttarhaldanna yfir honum í dag. Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. Þá sendi hann eiginkonu sinni skilaboð að kvöldi 10. ágúst síðastliðnum, sama kvöld og sænska blaðakonan Kim Wall var myrt auk þess sem hann var spurður út í ofbeldisfullt myndefni sem fundist hefur í fórum hans.Sjá einnig: Bein textalýsing danska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum yfir Peter Madsen Gat sent SMS til eiginkonu sinnar en ekki hringt á hjálp Saksóknari, Jakob Buch-Jepsen, gekk hart að Madsen við yfirheyrsluna fyrir rétti í dag. Í svörum Madsen kom fram að hann er nú skilinn við eiginkonu sína, sem hann var enn giftur þegar Kim Wall var myrt um borð í kafbátnum Nautilius þann 10. ágúst síðastliðinn. Við yfirheyrsluna kom fram að klukkan 23:25 að kvöldi 10. ágúst hefði Madsen sent smáskilaboð til eiginkonu sinnar. „XX [nafn eiginkonunnar]. Ég er í smá ævintýri á Nautilusi [nafn kafbátsins]. Hef það gott. Sigli í kyrrsævi og tunglsljósi. Knús og kossar til ungfrúnna,“ skrifaði Madsen. Þegar skilaboðin höfðu verið lesin upp spurði saksóknari hvort Kim Wall hefði verið á lífi þegar Madsen skrifaði konu sinni. „Það veistu vel. Staðan er sú, að Kim Wall er dáin,“ svaraði Madsen þá og hélt áfram. „Staða mín er sú, að heima í Refshaleoen, þar búum jú við XX [eiginkonan], þar reikna ég með að XX sé stödd. Á þeim tímapunkti veit ég hreint ekki hvað ég á að gera. Ég veit að hún mun sakna mín um nóttina,“ bætti Madsen við. Saksóknari vildi þá vita hvernig á því stæði að Madsen hafi getað sent ástarþakkir til eiginkonu sinnar, þegar Wall var þegar látin, en hafi ekki getað hringt eftir hjálp. „Þú hlýtur að skilja stöðuna sem ég er í,“ svaraði Madsen. Saksóknari þvertók fyrir það. Blaðamenn flytja fréttir af réttarhöldunum í Kaupmannahöfn. Myndin var tekin í morgun.Vísir/AFP Ætlaði að binda konu fasta í kafbátnum Þá var einnig farið yfir SMS-skilaboð sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Samskiptin eru sett upp á eftirfarandi hátt í textalýsingu danska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum, en skilaboðunum var varpað upp á skjá. Svo virðist sem Madsen og konan hafi verið að skipulaggja einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli í gegnum skilaboðin. Kona: „Geturðu ekki sent mér lífláfshótanir“ Madsen: [á ensku] „Go with the flow“ Kona: „Það er ekki ógnandi, Peter. Þú verður að vera ógnandi. Svo ég verði hrædd. Og svo ég geti gert eitthvað.“ Madsen: „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini.“ Kona: „Svo ég verði hrædd“ Madsen: „Svo dreg ég hnífinn fram og ég horfi á hálsinn á þér...hvar er slagæðin“ Seinna sama dag sendi Madsen konunni skilaboð þar sem hann sagðist ætla að binda hana fasta í kafbátnum sínum. „Ég er með morðáætlun tilbúna sem hægt er að hafa mikla nautn af,“ bætti Madsen við skömmu síðar. Madsen var óánægður með að skilaboðin hefðu verið sýnd við réttarhöldin og sagði það „fáránlegt“ að skrifast á við einhvern á þennan hátt og framkvæma verknaðinn í alvörunni.Sjá einnig: Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Ræddu hvort myndin væri ekta Madsen var einnig spurður út í myndbönd sem fundust á hörðum diski á heimili hans. Myndirnar og myndböndin sýndu pyntingar og misþyrmingar á fólki, eins og áður hefur verið fjallað um við réttarhöldin, en í einhverjum tilfellum var um að ræða teiknimyndir. Var Madsen sérstaklega spurður um ljósmynd af konu sem hafði verið hálshöggvin „Þetta er mynd frá seinni heimsstyrjöldinni. Við ræddum um það hvort hún væri ekta,“ svaraði Madsen. Wall ekki enn verið jörðuð Móðir Kim Wall var yfirheyrð á eftir Madsen. Hún sagði frá því hvernig líf sitt hefði breyst til hins verra eftir andlát dóttur sinnar. „Þetta er annað líf en áður en það gerðist. Það er alveg sama hvað við gerum, hvort við kveikjum á útvarpinu eða sjónvarpinu eða förum út í búð, við hittum þetta fyrir alls staðar. Við njótum ekki einkalífs lengur,“ sagði móðir Wall. „Nú erum við bara „foreldrar Kim Wall“ og það er skelfilegt,“ bætti hún við. Þá tjáði hún saksóknara að enn ætti eftir að jarða Wall. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var sjálfur yfirheyrður á sjöunda degi réttarhaldanna yfir honum í dag. Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. Þá sendi hann eiginkonu sinni skilaboð að kvöldi 10. ágúst síðastliðnum, sama kvöld og sænska blaðakonan Kim Wall var myrt auk þess sem hann var spurður út í ofbeldisfullt myndefni sem fundist hefur í fórum hans.Sjá einnig: Bein textalýsing danska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum yfir Peter Madsen Gat sent SMS til eiginkonu sinnar en ekki hringt á hjálp Saksóknari, Jakob Buch-Jepsen, gekk hart að Madsen við yfirheyrsluna fyrir rétti í dag. Í svörum Madsen kom fram að hann er nú skilinn við eiginkonu sína, sem hann var enn giftur þegar Kim Wall var myrt um borð í kafbátnum Nautilius þann 10. ágúst síðastliðinn. Við yfirheyrsluna kom fram að klukkan 23:25 að kvöldi 10. ágúst hefði Madsen sent smáskilaboð til eiginkonu sinnar. „XX [nafn eiginkonunnar]. Ég er í smá ævintýri á Nautilusi [nafn kafbátsins]. Hef það gott. Sigli í kyrrsævi og tunglsljósi. Knús og kossar til ungfrúnna,“ skrifaði Madsen. Þegar skilaboðin höfðu verið lesin upp spurði saksóknari hvort Kim Wall hefði verið á lífi þegar Madsen skrifaði konu sinni. „Það veistu vel. Staðan er sú, að Kim Wall er dáin,“ svaraði Madsen þá og hélt áfram. „Staða mín er sú, að heima í Refshaleoen, þar búum jú við XX [eiginkonan], þar reikna ég með að XX sé stödd. Á þeim tímapunkti veit ég hreint ekki hvað ég á að gera. Ég veit að hún mun sakna mín um nóttina,“ bætti Madsen við. Saksóknari vildi þá vita hvernig á því stæði að Madsen hafi getað sent ástarþakkir til eiginkonu sinnar, þegar Wall var þegar látin, en hafi ekki getað hringt eftir hjálp. „Þú hlýtur að skilja stöðuna sem ég er í,“ svaraði Madsen. Saksóknari þvertók fyrir það. Blaðamenn flytja fréttir af réttarhöldunum í Kaupmannahöfn. Myndin var tekin í morgun.Vísir/AFP Ætlaði að binda konu fasta í kafbátnum Þá var einnig farið yfir SMS-skilaboð sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Samskiptin eru sett upp á eftirfarandi hátt í textalýsingu danska ríkisútvarpsins frá réttarhöldunum, en skilaboðunum var varpað upp á skjá. Svo virðist sem Madsen og konan hafi verið að skipulaggja einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli í gegnum skilaboðin. Kona: „Geturðu ekki sent mér lífláfshótanir“ Madsen: [á ensku] „Go with the flow“ Kona: „Það er ekki ógnandi, Peter. Þú verður að vera ógnandi. Svo ég verði hrædd. Og svo ég geti gert eitthvað.“ Madsen: „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini.“ Kona: „Svo ég verði hrædd“ Madsen: „Svo dreg ég hnífinn fram og ég horfi á hálsinn á þér...hvar er slagæðin“ Seinna sama dag sendi Madsen konunni skilaboð þar sem hann sagðist ætla að binda hana fasta í kafbátnum sínum. „Ég er með morðáætlun tilbúna sem hægt er að hafa mikla nautn af,“ bætti Madsen við skömmu síðar. Madsen var óánægður með að skilaboðin hefðu verið sýnd við réttarhöldin og sagði það „fáránlegt“ að skrifast á við einhvern á þennan hátt og framkvæma verknaðinn í alvörunni.Sjá einnig: Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Ræddu hvort myndin væri ekta Madsen var einnig spurður út í myndbönd sem fundust á hörðum diski á heimili hans. Myndirnar og myndböndin sýndu pyntingar og misþyrmingar á fólki, eins og áður hefur verið fjallað um við réttarhöldin, en í einhverjum tilfellum var um að ræða teiknimyndir. Var Madsen sérstaklega spurður um ljósmynd af konu sem hafði verið hálshöggvin „Þetta er mynd frá seinni heimsstyrjöldinni. Við ræddum um það hvort hún væri ekta,“ svaraði Madsen. Wall ekki enn verið jörðuð Móðir Kim Wall var yfirheyrð á eftir Madsen. Hún sagði frá því hvernig líf sitt hefði breyst til hins verra eftir andlát dóttur sinnar. „Þetta er annað líf en áður en það gerðist. Það er alveg sama hvað við gerum, hvort við kveikjum á útvarpinu eða sjónvarpinu eða förum út í búð, við hittum þetta fyrir alls staðar. Við njótum ekki einkalífs lengur,“ sagði móðir Wall. „Nú erum við bara „foreldrar Kim Wall“ og það er skelfilegt,“ bætti hún við. Þá tjáði hún saksóknara að enn ætti eftir að jarða Wall. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04