Innlent

Ný stjórn Viðreisnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ný stjórn Viðreisnar var kosin í dag.
Ný stjórn Viðreisnar var kosin í dag. Viðreisn
Á lokadegi landsþings Viðreisnar var kosin ný stjórn auk þess sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður flokksins og Þorsteinn Víglundsson varaformaður.

Nýja stjórn Viðreisnar skipa þau Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Sara Dögg Svanhildardóttir og Sveinbjörn Finnsson.

Friðrik Sigurðsson og Ingunn Guðmundsdóttir eru varamenn stjórnarinnar.

Landsþingið fór fram um helgina í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.


Tengdar fréttir

Tveir flokkar leggja línurnar

Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina.

Meðvirkni og ótti við breytingar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×