Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2018 14:30 Eyjamenn brosmildir á gólfinu í Laugardalshöll. Sigurður Bragason er annar frá hægri og Theodór númer 23 í neðri röð. Vísir/Valli Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV í handbolta og fyrrverandi leikmaður félagsins, var færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á lykilmann liðsins, hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson. ÍBV vann öruggan átta marka sigur á Fram í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn og voru fagnaðarlætin í Laugardalshöll mikil. Theodór var í lykilhlutverki, eins og í undanúrslitunum gegn Haukum á föstudag, og skoraði sjö mörk í leiknum. Fóru Eyjamenn til Heimaeyjar eftir leik þar sem fögnuður hélt áfram fram á nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við Vísi að karlmaður hafi verið handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna mögulegrar líkamsárásar og gist fangageymslur. Honum var sleppt eftir skýrslutöku á sunnudeginum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hornamaðurinn skurð fyrir ofan augað vinstra megin. Ber hann þess merki en hann þurfti að leita aðstoðar læknis til að hlúa að sárununum. Ekki hefur náðst í Írisi Róbertsdóttur, formann ÍBV, Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar eða Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV, í morgun þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV í handbolta og fyrrverandi leikmaður félagsins, var færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á lykilmann liðsins, hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson. ÍBV vann öruggan átta marka sigur á Fram í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn og voru fagnaðarlætin í Laugardalshöll mikil. Theodór var í lykilhlutverki, eins og í undanúrslitunum gegn Haukum á föstudag, og skoraði sjö mörk í leiknum. Fóru Eyjamenn til Heimaeyjar eftir leik þar sem fögnuður hélt áfram fram á nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við Vísi að karlmaður hafi verið handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna mögulegrar líkamsárásar og gist fangageymslur. Honum var sleppt eftir skýrslutöku á sunnudeginum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hornamaðurinn skurð fyrir ofan augað vinstra megin. Ber hann þess merki en hann þurfti að leita aðstoðar læknis til að hlúa að sárununum. Ekki hefur náðst í Írisi Róbertsdóttur, formann ÍBV, Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar eða Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV, í morgun þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira