Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:42 Schwarzenegger ætlar einnig að standa fyrir stórri umhverfisráðstefnu í Vín í maí. Vísir/AFP Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico. Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46