Áfangasigur Ellert B. Schram skrifar 14. mars 2018 07:00 Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Núna, um daginn, samþykkti ríkisstjórnin að skipa vinnuhóp, með fulltrúum aldraðra, sem skoða skal stöðu þeirra eldri borgara sem minnstu tekjur hafa og búa við fátækt. Reyndar hefur vinnuhópurinn, í framhaldinu, það hlutverk að rýna þau mál sem varða mörg önnur „klögumál“ af hálfu ellilífeyrisþega, svo sem húsnæði, þjónustu, hjúkrun, frítekjumörk o.s.frv. En sem sagt, hagur eldri borgara verður skoðaður og ræddur, með það fyrir augum, að gera betur í öldrunarmálum. Ég tek hatt minn ofan fyrir Katrínu forsætisráðherra og Ásmundi velferðarráðherra, sem bæði tóku tillögum um endurskoðun á kjörum aldraðra skjótt og vel. Ég segi heyr, um þau bæði tvö, og ríkisstjórnina, sem hefur fallist á þessi vinnubrögð. Í gamla daga, í fótboltanum, var fagnað þegar sigur vannst í einum leik. Það var áfangi hverju sinni, sem færði þig nánar að meistaratigninni. Sama má segja um það samkomulag sem nú hefur tekist varðandi málefni eldri borgara. Meistaramarkið hefur ekki verið skorað en skrefið er í rétta átt, upphlaup sem getur endað með sigurmarki. Þannig líður mér þessa dagana. Við erum að nálgast áfangann og úrslitin. Og kannski skulum við ekki tala um sigur, heldur samkennd og mannúð og réttlæti. Við erum auðvitað ekki í kappleik, þegar um er að ræða hag og stöðu samborgara okkar og þegar ævikvöld þeirra er á dagskrá. Við erum ekki að rífast, ekki að humma ábyrgðina fram af okkur, né heldur hundsa samborgara okkar, sem þurfa á hjálp að halda. Við erum og verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að sumir á meðal okkar, hafa misst af lestinni. Hafa orðið útundan. Það er okkar hinna, þeirra sem yngri eru, þeirra sem betur búa, þeirra sem ráða, að rétta höndina og hjálpina til þeirra sem búa við fátækt, veikindi og einangrun. Það er margt sem laga þarf en byrjum á þessu. Tökum fyrsta skrefið. Íslendingar er sagðir vera með ríkustu þjóðum heims. Já, það er fínt, en það er alveg sama hvort við erum rík eða ekki rík. Látum ekki um okkur spyrjast að við gleymum þeim sem verða útundan, sem ekki eiga í sig og á, þeim sem eru komnir á aldur og hafa hvorki þrek né tíma til að rétta úr kútnum. Hjálpum þeim. Tryggjum þeim áhyggjulaus ævikvöld. Nú skulum við bretta upp ermarnar.Höfundur er formaður FEB
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun