Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Hraunhólar 4 og 4a. Á meðan Hilde Hundstuen hefur haldið sinni eign við hefur samliggjandi eign í eigu Garðabæjar drabbast niður Vísir/Eyþór „Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
„Það er skömm hvernig húsinu þeirra er viðhaldið,“ segir Hilde Hundstuen, íbúi að Hraunhólum 4a í Garðabæ. Hún er afar ósátt við að samliggjandi hús, Hraunhólar 4 sem er í eigu bæjarins, sé í niðurníðslu og rýri þannig verð- gildi hennar eignar. Hún veltir fyrir sér hvort það sé tilgangur bæjarins sem þarf að kaupa húsið af henni ef ráðist verður í ráðgerðar vegaframkvæmdir á svæðinu. Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um nokkrar fasteignir í eigu Garðabæjar sem íþróttafélagið Stjarnan hefur leigulaus afnot af samkvæmt því sem bæjaryfirvöld kalla „sérstakri ákvörðun“. Hraunhólar 4 er ein þessara fasteigna. Garðabær keypti húsið upphaflega í heild sinni árið 2000 að kröfu fyrrverandi eiganda vegna nálægð- ar við væntanlegan Álftanesveg. Garðabær seldi síðar hluta hússins aftur en Hilde eignaðist Hraunhóla 4a árið 2014. Hún hefur haldið eigninni vel við síðan. Hún segir að ekki sé hægt að segja það sama um húshluta bæjarins.„Það blæs í gegn og að mínu mati er þetta vart íbúðarhæft. Ekkert viðhald er á húsinu né hefur verið frá því ég flutti inn. Til að halda hita inni er allt hitakerfi keyrt í botn og það lekur heitt vatn úr húsinu út í garðinn hjá mér og þar beint á stóra fallega tréð mitt. Húsið er illa farið að utan og garðurinn í bullandi niðurníðslu. Húsið hefur ekki verið málað í mörg ár.“ Hún segir viðhaldsleysið skyggja verulega á hennar eign og veltir fyrir sér hvort það sé með ráðum gert. „Líklega nennir enginn að halda þessu við því að stofnvegur á hugsanlega að koma þarna um og skemma fallega Garðahraunið okkar í framtíðinni. En það veit enginn hvenær það verður. Það er mjög erfitt að lifa í óvissu með það. Ég hef sent margar fyrirspurnir en þeir eru hættir að svara mér. En kannski er það hugmyndin, að láta hitt húsið grotna niður, rýra verðgildi minnar eignar svo þeir fái hana ódýrara þegar þeir verða að kaupa mig út.“ Hilde kveðst hafa kvartað ítrekað en að bærinn og Stjarnan bendi hvort á annað. Hraunhólar 4 er skilgreint sem víkjandi húsnæði en líkt og Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu á dögunum hefur bærinn ekki viljað fara í viðgerðir á þeim eignum til að leigja út. Bærinn hafi hins vegar bent Stjörnunni á þessar eignir, félagið lappað upp á þær og haft leigulaus afnot af. Nokkuð sem bærinn lítur á sem styrki.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Garðabær leigir Stjörnunni þrjár fasteignir endurgjaldslaust til að hýsa atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. 9. mars 2018 07:00