Fótbolti

Conte sefur ekki af spenningi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conte fær sér lúr á heimleiðinni í kvöld.
Conte fær sér lúr á heimleiðinni í kvöld. vísir/getty
Barcelona og Chelsea spila síðari leik sinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og stjóri Chelsea, Antonio Conte, getur ekki beðið.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Englandi í fyrri leiknum og því er allt opið fyrir kvöldið. Chelsea reynir örugglega að sækja innblástur í 2-2 jafnteflið sem félagið nældi í árið 2012 á heimavelli Barcelona. Þá fór félagið alla leið og vann keppnina.

„Það er ekki auðvelt að sofa fyrir svona leiki. Ég vona að leikmennirnir séu jafn spenntir og ég,“ sagði Conte en hann telur niður klukkutímana í leikinn.

„Það eiga allir að vera spenntir fyrir svona leik. Margir leikmanna minna hafa ekki spilað á þessum velli áður og vilja örugglega gera sitt besta. Við vorum nánast fullkomnir í fyrra leiknum á móti einu besta liði heims.

„Þegar maður gerir mistök á móti svona liði þá er manni refsað og við fengum að kynnast því. Við vitum vel að við munum horfa mikið á boltann en verðum að vera einbeittir og meðvitaðir um að þurfa að þjást.“

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×