Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 11:30 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent