Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:48 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag staðinn í bænum Salisbury þar sem Skripal-feðginin urðu fyrir árásinni. vísir/getty Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum. Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. Í yfirlýsingunni er árásin sögð árás á fullveldi Bretlands en eitrað var fyrir Skripal með taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda. Skripal liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi sem og dóttir hans, Yulia, sem einnig varð fyrir eitrinu. Ekki er algengt að leiðtogar þessara fjögurra ríkja, þau Theresa May, Donald Trump, Angela Merkel og Emmanuel Macron, sendi frá sameiginlegar yfirlýsingar. Yfirlýsingin nú kemur í kjölfar þess að bresk yfirvöld hafa unnið hörðum höndum að því að fá stuðning alþjóðasamfélagsins við viðbrögð sín við árásinni, að því er fram kemur í frétt Guardian.„Árásin er ógn við öryggi okkar allra“ „Notkun á hernaðarlegu taugaeitri, af þeirri tegund sem þróað er af rússneskum yfirvöldum, er fyrsta árás sinnar tegundar í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni,“ segir í yfirlýsingunni þar sem jafnframt er tekið fram að ríkin fjögur fordæmi árásina gegn Skripal-feðginunum. „Breskur lögreglumaður sem einnig varð fyrir árásinni er enn þungt haldinn og líf margra saklausra breskra borgara hefur verið ógnað. [...] Þetta er ógn við fullveldi Bretlands og öll sambærileg notkun af hálfu ríkis er augljóst brot á sáttmála um efnavopn sem og brot á alþjóðalögum. Árásin er ógn við öryggi okkar allra. Bretland hefur gert vinaþjóðum sínum grein fyrir því að það telji afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin kemur daginn eftir að May tilkynnti að hún muni vísa 23 rússneskum erindrekum frá Bretlandi á næstunni vegna árásarinnar. Rússnesk yfirvöld hafa alfarið neitað því að hafa eitthvað haft með árásina að gera og hyggjast vísa breskum erindrekum frá Rússlandi vegna aðgerða breskra yfirvalda gegn Rússum.
Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Mestu brottvísanir í áratugi Deila Rússa og Breta vegna Skripal-málsins harðnar. Tugum erindreka vísað á brott. Rússar ósáttir og hóta gagnaðgerðum. Formaður Verkamannaflokksins hneykslar Theresu May. 15. mars 2018 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent