Glórulaust metnaðarleysi Þórlindur Kjartansson skrifar 16. mars 2018 07:00 Það sem þú ert um það bil að fara að lesa gæti komið til með að breyta menningarsögu Vesturlanda til frambúðar. Á þessum hæversku orðum hófst lokaritgerð vinar míns í íslenskum stíl í menntaskóla fyrir rúmum tuttugu árum. Þótt engin ástæða sé til þess að efast um ágæti ritgerðarinnar þá hafa örlögin einhvern veginn æxlast þannig að einungis einn maður las hina áhrifamiklu ritsmíð vinar míns—kennarinn sem neyddist til þess, starfs síns vegna. Því má álykta að annað hvort hafi vestræn menning verið rænd ódauðlegu listaverki—eða, sem er sennilegra, engum öðrum en höfundinum hafi fundist sérstaklega mikið til ritgerðarinnar koma. Þrátt fyrir að þessi tilraun vinar míns til þess að skrá nafn sitt á spjöld menningarsögunnar hafi misheppnast þá má hann þó eiga að hún var nógu eftirminnileg til þess að um hana væri skrifað í dagblaðapistli rúmlega tuttugu árum síðar. Það má kallast ævintýralegur árangur fyrir skólaritgerð, þótt markið hafi í upphafi verið sett mun hærra.Ekkert mikilvægara Hugmynd vinar míns um að skólaritgerð hans gæti átt sér eitthvert framhaldslíf var vitaskuld sett fram í hálfkæringi og átti að vera fyndin. Í hugsuninni leynist þó sá sannleikur að fyrir höfundinum sjálfum var ekkert mikilvægara í heiminum þennan dag heldur en einmitt það að skila af sér góðu dagsverki í ritgerðarsmíð. Fyrir prófið hafði hann undirbúið sig. Hann reyndi hvað hann gat til þess að vera vel upplagður þegar prófið var haldið. Í prófinu sjálfu hélt hann algjörri einbeitingu. Og þegar prófinu lauk taldi hann sig mega með góðri samvisku njóta vorblíðunnar um hríð áður en undirbúningur fyrir næstu prófraun tók við. Hið sama gilti vitaskuld um mörg þúsund nemendur í skólum landsins þetta vor, eins og öll önnur. Þeir hafa leyfi til þess að borða eintóman skyndibita vikum saman, sleppa því að fara í bað og greiða sér, klæðast sömu þægilegu íþróttalörfunum dag eftir dag og fá meira að segja að sleppa því að mæta í fermingarveislur hjá frændsystkinum sínum. „Nei, hún kemst því miður ekki. Hún er alveg á kafi í próflestri,“ er eitt af örfáum trompum sem hægt er að spila út til þess að losna undan öllum samfélagslegum skyldum. (Hin trompin eru „Hún er að keppa með landsliðinu“ og „Nei, hann er með hlutverk í Game of Thrones og er á tökustað“). Af öllu hjarta Þótt árangur í prófum sé mikilvægur þá gerum við örugglega meira úr honum en tilefni er til. Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að geta sannfært sjálfan sig um að allt sem maður tekur sér fyrir hendur sé mjög mikilvægt og þess virði að gera eins vel og maður getur. Ef mannskepnan hefði ekki ríka hneigð til þess að ljá tilvist sinni og viðfangsefnum æðri tilgang, þá hefðum við líklega aldrei skriðið út úr hellunum—og kannski ekki einu sinni skriðið inn í þá. Þegar börn og unglingar keppa í íþróttum, æfa sig fyrir tónleikahald, taka próf eða skila ritgerðum leggja þau alla sína krafta og alla sína sál í verkefnin. Í þeirra huga er ekkert mikilvægara—ekki staðan fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki efnahagsástandið á Íslandi, ekki svifryksmengun, ekki aksturspeningar þingmanna. Það er einmitt vegna þess hversu alvarlega börn og unglingar taka viðfangsefni sín að kennarar og íþróttaþjálfarar eru yfirleitt með áreiðanlegasta fólki. Engum kennara dytti í hug að gengisfella metnað nemenda sinna með því að gleyma að mæta með prófblöð á auglýstum prófdegi af því að það sé ekki svo nojið hvort prófið sé í dag eða á morgun. Og engum þjálfara dytti í hug að segja við liðið sitt að taka það bara rólega af því það er hvort sem er eiginlega öllum sama hvernig leikur Vals og Fram í 4. flokki karla fer. Með hálfum hug Glórulaus metnaður fyrir tilgangslitlum hlutum er nefnilega forsenda alls þroska og framfara. Hlutverk skólakerfisins er meðal annars að útbúa þessum glórulausa metnaði heilbrigðan farveg svo börn og unglingar tileinki sér þekkingu og þroski með sér hæfileika sem gagnast þeim í framtíðinni. Í þessu ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hversu góð hugmynd það var að fela amerískum þjónustuaðila að sjá um að leggja rafræn samræmd próf fyrir íslenska nemendur. Ef allt fer í handaskolum, eins og gerðist í síðustu viku, þá raskar það vissulega ró nokkurra tæknimanna, en þeir þurfa ekki að horfa framan í unglingana sem hafa lagt nótt við nýtan dag í undirbúning fyrir prófið. Í staðinn er send fréttatilkynning, undirrituð af markaðsstjóra, þar sem klúðrið er harmað—og svo snýr markaðsstjórinn sér að næsta máli á dagskrá. Hörð viðbrögð Sem betur fer hafa viðbrögðin við klúðri Menntamálastofnunar verið hörð. Það skilur nefnilega himinn og haf á milli þess metnaðar og vandvirkni sem nemendurnir hafa lagt í sinn undirbúning og þess sem skipuleggjendur prófsins hafa lagt í sinn. Hvort sem samræmdu prófin eru besta leiðin til þess að meta stöðu nemenda eða ekki, þá eru þau samt sem áður það stærsta og mikilvægasta sem nemendur 9. bekkjar undirbúa sig fyrir og glíma við í heilt skólaár. Jafnvel þótt úrlausnirnar séu ólíklegar til þess að hafa áhrif á menningarsögu heimsins þá eiga nemendur skilið að metnaður þeirra og vinna sé ekki lítilsvirt með þeim hætti sem gert var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það sem þú ert um það bil að fara að lesa gæti komið til með að breyta menningarsögu Vesturlanda til frambúðar. Á þessum hæversku orðum hófst lokaritgerð vinar míns í íslenskum stíl í menntaskóla fyrir rúmum tuttugu árum. Þótt engin ástæða sé til þess að efast um ágæti ritgerðarinnar þá hafa örlögin einhvern veginn æxlast þannig að einungis einn maður las hina áhrifamiklu ritsmíð vinar míns—kennarinn sem neyddist til þess, starfs síns vegna. Því má álykta að annað hvort hafi vestræn menning verið rænd ódauðlegu listaverki—eða, sem er sennilegra, engum öðrum en höfundinum hafi fundist sérstaklega mikið til ritgerðarinnar koma. Þrátt fyrir að þessi tilraun vinar míns til þess að skrá nafn sitt á spjöld menningarsögunnar hafi misheppnast þá má hann þó eiga að hún var nógu eftirminnileg til þess að um hana væri skrifað í dagblaðapistli rúmlega tuttugu árum síðar. Það má kallast ævintýralegur árangur fyrir skólaritgerð, þótt markið hafi í upphafi verið sett mun hærra.Ekkert mikilvægara Hugmynd vinar míns um að skólaritgerð hans gæti átt sér eitthvert framhaldslíf var vitaskuld sett fram í hálfkæringi og átti að vera fyndin. Í hugsuninni leynist þó sá sannleikur að fyrir höfundinum sjálfum var ekkert mikilvægara í heiminum þennan dag heldur en einmitt það að skila af sér góðu dagsverki í ritgerðarsmíð. Fyrir prófið hafði hann undirbúið sig. Hann reyndi hvað hann gat til þess að vera vel upplagður þegar prófið var haldið. Í prófinu sjálfu hélt hann algjörri einbeitingu. Og þegar prófinu lauk taldi hann sig mega með góðri samvisku njóta vorblíðunnar um hríð áður en undirbúningur fyrir næstu prófraun tók við. Hið sama gilti vitaskuld um mörg þúsund nemendur í skólum landsins þetta vor, eins og öll önnur. Þeir hafa leyfi til þess að borða eintóman skyndibita vikum saman, sleppa því að fara í bað og greiða sér, klæðast sömu þægilegu íþróttalörfunum dag eftir dag og fá meira að segja að sleppa því að mæta í fermingarveislur hjá frændsystkinum sínum. „Nei, hún kemst því miður ekki. Hún er alveg á kafi í próflestri,“ er eitt af örfáum trompum sem hægt er að spila út til þess að losna undan öllum samfélagslegum skyldum. (Hin trompin eru „Hún er að keppa með landsliðinu“ og „Nei, hann er með hlutverk í Game of Thrones og er á tökustað“). Af öllu hjarta Þótt árangur í prófum sé mikilvægur þá gerum við örugglega meira úr honum en tilefni er til. Það er hins vegar bráðnauðsynlegt að geta sannfært sjálfan sig um að allt sem maður tekur sér fyrir hendur sé mjög mikilvægt og þess virði að gera eins vel og maður getur. Ef mannskepnan hefði ekki ríka hneigð til þess að ljá tilvist sinni og viðfangsefnum æðri tilgang, þá hefðum við líklega aldrei skriðið út úr hellunum—og kannski ekki einu sinni skriðið inn í þá. Þegar börn og unglingar keppa í íþróttum, æfa sig fyrir tónleikahald, taka próf eða skila ritgerðum leggja þau alla sína krafta og alla sína sál í verkefnin. Í þeirra huga er ekkert mikilvægara—ekki staðan fyrir botni Miðjarðarhafs, ekki efnahagsástandið á Íslandi, ekki svifryksmengun, ekki aksturspeningar þingmanna. Það er einmitt vegna þess hversu alvarlega börn og unglingar taka viðfangsefni sín að kennarar og íþróttaþjálfarar eru yfirleitt með áreiðanlegasta fólki. Engum kennara dytti í hug að gengisfella metnað nemenda sinna með því að gleyma að mæta með prófblöð á auglýstum prófdegi af því að það sé ekki svo nojið hvort prófið sé í dag eða á morgun. Og engum þjálfara dytti í hug að segja við liðið sitt að taka það bara rólega af því það er hvort sem er eiginlega öllum sama hvernig leikur Vals og Fram í 4. flokki karla fer. Með hálfum hug Glórulaus metnaður fyrir tilgangslitlum hlutum er nefnilega forsenda alls þroska og framfara. Hlutverk skólakerfisins er meðal annars að útbúa þessum glórulausa metnaði heilbrigðan farveg svo börn og unglingar tileinki sér þekkingu og þroski með sér hæfileika sem gagnast þeim í framtíðinni. Í þessu ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hversu góð hugmynd það var að fela amerískum þjónustuaðila að sjá um að leggja rafræn samræmd próf fyrir íslenska nemendur. Ef allt fer í handaskolum, eins og gerðist í síðustu viku, þá raskar það vissulega ró nokkurra tæknimanna, en þeir þurfa ekki að horfa framan í unglingana sem hafa lagt nótt við nýtan dag í undirbúning fyrir prófið. Í staðinn er send fréttatilkynning, undirrituð af markaðsstjóra, þar sem klúðrið er harmað—og svo snýr markaðsstjórinn sér að næsta máli á dagskrá. Hörð viðbrögð Sem betur fer hafa viðbrögðin við klúðri Menntamálastofnunar verið hörð. Það skilur nefnilega himinn og haf á milli þess metnaðar og vandvirkni sem nemendurnir hafa lagt í sinn undirbúning og þess sem skipuleggjendur prófsins hafa lagt í sinn. Hvort sem samræmdu prófin eru besta leiðin til þess að meta stöðu nemenda eða ekki, þá eru þau samt sem áður það stærsta og mikilvægasta sem nemendur 9. bekkjar undirbúa sig fyrir og glíma við í heilt skólaár. Jafnvel þótt úrlausnirnar séu ólíklegar til þess að hafa áhrif á menningarsögu heimsins þá eiga nemendur skilið að metnaður þeirra og vinna sé ekki lítilsvirt með þeim hætti sem gert var.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun