Þykir enn vænt um hvert einasta skópar Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 16:30 Magni og Hugrún hafa hannað um 1.200 skópör síðan Kron by Kronkron var stofnað fyrir 10 árum. Mynd/Kári Sverrir Sýningin Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni verður rennt yfir feril hönnuðanna Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar með merkið Kron by KronKron. Nú eru liðin 10 ár síðan Hugrún og Magni hófu að framleiða skó, fatnað og fylgihluti undir því merki og þau hafa á þessum áratug náð merkilegum árangri í sviði hönnunar. Það er óhætt að segja að þau hafi ekki setið auðum höndum síðan Kron by KronKron leit dagsins ljós því þau hafa hannað um 1.200 mismunandi skópör á þeim tíma. Þegar blaðamaður náði tali af Hugrúnu var hún í miðjum klíðum að kíkja ofan í gamla skókassa og undirbúa sýninguna. „Núna er ég búin að vera lokuð inni á Hönnunarsafni í nokkra daga þar sem ég er að opna kassa eftir kassa eftir kassa. Ég veit aldrei hvað er í hverjum kassa og þetta er búið að vera magnað,“ segir Hugrún glöð í bragði. Spurð út í hvort hún muni eftir öllum skónum sem koma upp úr kössunum segir hún: „Maður er að sjá margt sem maður var auðvitað búinn að gleyma. En vegna þess að við teiknuðum hvert einasta par upp og komum þeim í gegnum framleiðsluferli, sem getur verið alveg meiriháttar hausverkur, þá er þetta fljótt að rifjast upp. Á bak við hvert par liggur mikil vinna og maður hefur þurft að berjast fyrir að ná þeim í gegnum ferlið.“ Þeir sem þekkja skóna frá Kron by KronKron vita að um einstaka skó er að ræða, oftar en ekki litríka þar sem ólíkar áferðir spila saman. „Þetta eru flóknir skór og það liggur gífurleg vinna á bak við hvert og eitt par. Þannig að það er svolítið magnað að sjá þetta,“ útskýrir Hugrún sem var búin að taka um 40 prósent af þeim skóm sem verða á sýningunni upp úr kössum þegar blaðamaður náði tali af henni. Hugrún segir ástríðu fyrir sköpun hafa leitt þau áfram í þessi tíu ár.Við höfum alltaf fylgt hjartanu. Við sköpum út frá tilfinningum og hönnunin okkar er aldrei tengd neinum tíðaranda né tísku. Þess vegna er ótrúlega ánægjulegt að skoða þetta aftur,“ segir Hugrún. Hún tekur fram að þeir skór sem komu á markað fyrir 10 árum séu alveg jafn viðeigandi í dag eins og nýjustu skór þeirra. Hugrún kveðst vera ansi gáttuð þegar hún tekur upp úr öllum skó- kössunum. „Það er alveg merkilegt að hafa virkilega náð að skapa og koma til lífs öllum þessum skóm. Flest öll þessi pör eru fyrir löngu uppseld og því langt síðan við höfum séð þau. Manni þykir ansi vænt um hvert einasta par og kemur því smá söknuður þegar maður sér gömlu félagana sem maður hafði fyrir að koma í heiminn. Í þennan tíma höfum við bara haldið ótrauð áfram án þess að líta mikið til baka. Þannig að þegar maður horfir fyrst núna til baka þá er þetta ótrúlega yfirþyrmandi og skemmtilegt.“ Áhugasömum er bent á að Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn klukkan 16.00 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Kron fagnar tíu ára afmæli „Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. 17. júlí 2010 10:30 Íslenskir skór fra Kron by KronKron á skósafn á ítalíu Skórnir frá Kron by kronkron þykja framúrskarandi og hafa vakið athygli víðs vegar um heiminn. 11. október 2013 12:45 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Tímamót í Kronkron Það eru mikil tímamót í versluninni Kronkron við Vitastíg þessa dagana. Í síðustu viku kom nýjasta stolt fyrirtækisins, fyrsta fatalína Kron by Kronkron, til landsins og fór í sölu, viðskiptavinum til mikillar ánægju. 17. febrúar 2011 17:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sýningin Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni verður rennt yfir feril hönnuðanna Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar með merkið Kron by KronKron. Nú eru liðin 10 ár síðan Hugrún og Magni hófu að framleiða skó, fatnað og fylgihluti undir því merki og þau hafa á þessum áratug náð merkilegum árangri í sviði hönnunar. Það er óhætt að segja að þau hafi ekki setið auðum höndum síðan Kron by KronKron leit dagsins ljós því þau hafa hannað um 1.200 mismunandi skópör á þeim tíma. Þegar blaðamaður náði tali af Hugrúnu var hún í miðjum klíðum að kíkja ofan í gamla skókassa og undirbúa sýninguna. „Núna er ég búin að vera lokuð inni á Hönnunarsafni í nokkra daga þar sem ég er að opna kassa eftir kassa eftir kassa. Ég veit aldrei hvað er í hverjum kassa og þetta er búið að vera magnað,“ segir Hugrún glöð í bragði. Spurð út í hvort hún muni eftir öllum skónum sem koma upp úr kössunum segir hún: „Maður er að sjá margt sem maður var auðvitað búinn að gleyma. En vegna þess að við teiknuðum hvert einasta par upp og komum þeim í gegnum framleiðsluferli, sem getur verið alveg meiriháttar hausverkur, þá er þetta fljótt að rifjast upp. Á bak við hvert par liggur mikil vinna og maður hefur þurft að berjast fyrir að ná þeim í gegnum ferlið.“ Þeir sem þekkja skóna frá Kron by KronKron vita að um einstaka skó er að ræða, oftar en ekki litríka þar sem ólíkar áferðir spila saman. „Þetta eru flóknir skór og það liggur gífurleg vinna á bak við hvert og eitt par. Þannig að það er svolítið magnað að sjá þetta,“ útskýrir Hugrún sem var búin að taka um 40 prósent af þeim skóm sem verða á sýningunni upp úr kössum þegar blaðamaður náði tali af henni. Hugrún segir ástríðu fyrir sköpun hafa leitt þau áfram í þessi tíu ár.Við höfum alltaf fylgt hjartanu. Við sköpum út frá tilfinningum og hönnunin okkar er aldrei tengd neinum tíðaranda né tísku. Þess vegna er ótrúlega ánægjulegt að skoða þetta aftur,“ segir Hugrún. Hún tekur fram að þeir skór sem komu á markað fyrir 10 árum séu alveg jafn viðeigandi í dag eins og nýjustu skór þeirra. Hugrún kveðst vera ansi gáttuð þegar hún tekur upp úr öllum skó- kössunum. „Það er alveg merkilegt að hafa virkilega náð að skapa og koma til lífs öllum þessum skóm. Flest öll þessi pör eru fyrir löngu uppseld og því langt síðan við höfum séð þau. Manni þykir ansi vænt um hvert einasta par og kemur því smá söknuður þegar maður sér gömlu félagana sem maður hafði fyrir að koma í heiminn. Í þennan tíma höfum við bara haldið ótrauð áfram án þess að líta mikið til baka. Þannig að þegar maður horfir fyrst núna til baka þá er þetta ótrúlega yfirþyrmandi og skemmtilegt.“ Áhugasömum er bent á að Undraveröld Kron by Kronkron verður opnuð á sunnudaginn klukkan 16.00 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Kron fagnar tíu ára afmæli „Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. 17. júlí 2010 10:30 Íslenskir skór fra Kron by KronKron á skósafn á ítalíu Skórnir frá Kron by kronkron þykja framúrskarandi og hafa vakið athygli víðs vegar um heiminn. 11. október 2013 12:45 „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02 Tímamót í Kronkron Það eru mikil tímamót í versluninni Kronkron við Vitastíg þessa dagana. Í síðustu viku kom nýjasta stolt fyrirtækisins, fyrsta fatalína Kron by Kronkron, til landsins og fór í sölu, viðskiptavinum til mikillar ánægju. 17. febrúar 2011 17:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kron fagnar tíu ára afmæli „Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár. 17. júlí 2010 10:30
Íslenskir skór fra Kron by KronKron á skósafn á ítalíu Skórnir frá Kron by kronkron þykja framúrskarandi og hafa vakið athygli víðs vegar um heiminn. 11. október 2013 12:45
„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir hjá Kron by Kronkron eru á leiðinni á Golden Globe-hátíðina í janúar að kynna merkið fyrir stjörnunum í Hollywood. 8. desember 2014 10:02
Tímamót í Kronkron Það eru mikil tímamót í versluninni Kronkron við Vitastíg þessa dagana. Í síðustu viku kom nýjasta stolt fyrirtækisins, fyrsta fatalína Kron by Kronkron, til landsins og fór í sölu, viðskiptavinum til mikillar ánægju. 17. febrúar 2011 17:00