Ógnin úr austri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun