Lýðræðisveisla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:42 Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Risastórum íþróttasal er umturnað í fundarsal, 1000 – 1500 manns eru komin saman til að ræða samfélagsmál á víðum grunni. Fundarmenn eru af báðum kynjum og á öllum aldri. Búsettir bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, menntun, atvinna og bakgrunnur = allskonar. Að einhverju leyti þverskurður af íslensku samfélagi. Hópurinn deilir ákveðnum lífsskoðunum og getur sameinast um hvaða leiðir eru bestar fyrir íslenskt samfélag. Það þýðir alls ekki að allir séu sammála um allt. Þess vegna þarf að ræða hlutina, það eitt og sér leiðir stundum til niðurstöðu. Stundum þarf að miðla málum eða það þarf að kjósa á milli hugmynda og þá ræður meirihlutinn, eins og í öðrum lýðræðissamfélögum. En allir geta tjáð sig, spurt spurninga og fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. Sumir hafa kannski áttað sig á því að hér er ég að fjalla um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ég veit líka að þeir sem leggja sig í líma við að vera andstæðingar flokksins munu fussa og sveia yfir því að mér detti til hugar að tala um þennan fund sem lýðræðisveislu. En það er hann einfaldlega. Ég veit ekki hvað ég hef setið þá marga en líklega flesta frá því ég gekk til liðs við flokkinn fyrir um 15 árum síðan. Ég var ekki alveg viss um þetta fyrst, hafði (eins og örugglega margir) ímyndað mér þetta sem svona smá furðulega samkundu. En á hverjum og einum landsfundi hef ég lært eitthvað nýtt, kynnst nýjum sjónarmiðum og sjónarhornum sem hafa þroskað mig. Kynnst fólki á öllum aldri alls staðar af landinu. Ég hef skemmt mér, mér hefur leiðs og ég hef reiðst – allt til góðs. Þegar ég mætti á mína fyrstu landfundi heyrði ég frá fólki í kringum mig sem ekki aðhylltist flokkinn að þetta væru svona tindáta samkunda þar sem allir gætu klappað og gengið í takt við þáverandi formann flokksins Davíð Oddsson. Þessi hugsanaháttur sýnir glöggt þekkingarleysi á starfi stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkar eru mikilvægur hluti af lýðræðinu. Innan þeirra takast á sjónarmið og stefnur þar sem aðkoma flokksmanna er algjör, allir sitja við sama borð þegar kemur að þátttöku á slíkum fundi. Þá skiptir engu máli hvort þú sért kjörinn fulltrúi eða ekki og raunar er það svo að í flestum tilfellum halda kjörnir fulltrúar sig nokkuð til hlés og nota tækifærið til að hlusta eftir sjónarmiðum grasrótarinnar. Hættum að tala niður stjórnmálaflokka sem andlýðræðisleg fyrirbæri, því það er einmitt innan stjórnmálaflokkanna sem sjónarmið og mismunandi skoðanir koma fram. Þar þroskast hugmyndir og einstaklingar, lýðræðinu til góða. Höfundur er alþingismaður
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun