NBA: Westbrook með þrennu í fimmta leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Ellefu leikja sigurganga Toronto Raptors í NBA-deildinni endaði í nótt en það þurfti ofurhetju tölfræði frá Russell Westbrook til að enda hana. Portland Trail Blazers vann sinn þrettánda leik í röð og Houston Rockets sinn 26. sigur í 28 síðustu leikjum.Russell Westbrook var með 37 stig, 14 stoðsendingar og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder sótti sigur til Kanada eftir 132-125 sigur á heimamönnum í Toronto Raptors sem voru fyrir leikinn búnir að vinna ellefu leiki í röð. Steven Adams var með 25 stig í leiknum. Paul George skoraði 22 stig og Carmelo Anthony bætti við fimmtán stigum í sjötta sigurleik Oklahoma City í röð en það var Russell Westbrook sem tók leikinn yfir í lokin og sá öðrum fremur til þess að liðið vann. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 24 stig en Kyle Lowry var með 22 stig og 10 stoðsendingar. Hvorugur þeirra kláraði þó leikinn því Kyle Lowry fékk sex villur og DeRozan var rekinn út úr húsi í blálokin ásamt Serge Ibaka og þjálfaranum Dwane Casey. DeMar DeRozan var alveg brjálaður þegar hann fékk ekki dæmda augljósa villu þegar hann keyrði á körfuna 30 sekúndum fyrir leikslok þegar Toronto liðið var aðeins tveimur stigum undir. Ekkert var dæmt og stjarna Toronto missti algjörlega hausinn.Anthony Davis fór fyrir sigri New Orleans Pelicans á meiðslarhjáðu liði Boston Celtics. Pelíkanarnir unnu örugglega 108-89 á heimavelli sínum í New Orleans og Davis var með 34 stig og 11 fráköst í leikmnum. Cheick Diallo skoraði 17 stig, eða það mesta sem hann hefur skorað í leik á tímabilinu og Nikola Mirotic var með 16 stig. Jayson Tatum skoraði mest fyrir Boston eða 23 stig en liðið lék án bæði Kyrie Irving og Marcus Smart. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Leikurinn var jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta þegar New Orleans Pelicans liðið náði 22-6 spretti og gerði út um leikinn. Anthony Davis endaði þann kafla með því að koma liðinu í 106-85 þegar aðeins 3:35 voru eftir.James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann Minnesota Timberwolves 129-120. Þetta var 26. sigur Houston liðsins í 28 leikjum. Houston náði mest 25 stiga forystu í leiknum en Minnesota náði að minnka forskotið niður í fimm stig í lokin. Harden skoraði ellefu stig á síðustu sjö mínútum leiksins þar á meðal þriggja stiga körfu 58 sekúndum fyrir leikslok sem innsiglaði sigurinn.Damian Lillard skoraði 23 stig fyrir Portland Trail Blazers í 122-109 útisigri á Los Angeles Clippers en þetta var þrettándi sigur liðsins í röð. Það voru alls fimm leikmenn Portland sem skoruðu tíu stig eða meira en Maurice Harkness var með 21 stig, Jusuf Nurkic skoraði 17 stig og tók 12 fráköst og Al-Farouq Aminu skoraði 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 109-122 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 120-129 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 108-89 Toronto Raptors - Oklahoma City Thunder 125-132
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira