Óheft íbúðaleiga á Airbnb grefur undan ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 19. mars 2018 11:22 Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airbnb Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Til eru þeir sem halda að íbúðaleiga til ferðamanna gegnum Airbnb og ámóta leigumiðlanir hafi „bjargað“ ferðaþjónustunni. Annars hefði ekki fengist gisting fyrir alla þessa nýju ferðamenn. Þetta sýni dásemdir hins „litla og krúttlega“ deilihagkerfis. Þetta er alls ekki svo einfalt. Deilihagkerfið var kannski lítið og krúttlegt fyrir löngu. Þá mátti líkja því við strandveiðar. Núna er það frekar eins og togari sem landar framhjá vigt. Réttara er að tala um skuggahagkerfi. Ekkert mælir á móti útleigu íbúða til ferðamanna. En meðan hún er stunduð með jafn takmarkalausri „löndun framhjá vigt“ og raun ber vitni, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá er rangt gefið. Takmarkalaus og óheft íbúðaleiga til ferðamanna grefur undan ferðaþjónustunni. Leigusalar keppa við eða undirbjóða hótel og gistihús gegnum Airbnb og aðrar leigumiðlanir. Þeir reikna ekki raunkostnað af húsnæðinu og standa ekki skil á opinberum gjöldum nema að litlu leyti. Herbergjanýting hótela og gistihúsa lækkar vegna þessara undirboða og arðsemin versnar.Niðurgreidd gisting á kostnað sameiginlegra sjóða Einhver kann að halda að við fengjum ekki alla þessa ferðamenn ef ekki byðist íbúðagisting. Er það svo? Sleppum við því að ferðast ef við fáum ekki íbúðagistingu sem við ímyndum okkur að sé ódýr (en er það ekki alltaf)? Að sjálfsögðu ekki, ferðamenn laga sig einfaldlega að aðstæðum á hverjum stað. Íbúðagistingin gegnum Airbnb er á kostnað annarra en ferðamannanna. Hún er á kostnað þeirra sem fjárfesta í og reka hótel og gistihús. Hún fer fram á kostnað sveitarsjóða og ríkissjóðs. Leigusalarnir reikna sér ekki endilega eðlileg laun af vinnu sinni, vegna þess að þeir eru ekkert að skila staðgreiðsluskatti, tryggingagjaldi eða framlagi í lífeyrissjóð. Þessar „aukatekjur“ skapa þeim svigrúmið til að greiða háa þóknun til hinna erlendu leigumiðlana. Ýmsar rannsóknir sýna að á ákveðnum tímabilum sé 40-50% gistiframboðs á höfuðborgarsvæðinu íbúðaleiga í skuggahagkerfinu. Áhrifin birtast í verri herbergjanýtingu hótela. Það er ekki skortur á gistingu, heldur fer hún „undir radarinn.“ Ekkert réttlætir þessa takmarkalausu íbúðaleigu sem grefur undan löglegri starfsemi. Algjört lágmark er að þeir sem vilja leigja íbúðir sínar til ferðamanna búi við sömu reglur og skattskil og aðrir gististaðir.Sveitarfélögin bera mestu ábyrgðina Ábyrgðin á því að rétt sé staðið að þessum málum hvílir að miklu leyti á sveitarfélögunum. Sum þeirra hafa tekið á íbúðaleigunni af festu, ekki aðeins til að tryggja réttmætar tekjur í sveitarsjóði, heldur ekki síður til að stuðla að jafnræði mismunandi rekstrarforma sem bjóða sömu þjónustuna. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest er um íbúðaleiguna, hefur þetta aðhald að mestu verið vanrækt. Afleiðingin er sú að sveitarfélögin missa af mikilvægum tekjum og grafa í leiðinni undan fyrirtækjum sem raunverulega skila þeim tekjum. Það er vægast sagt undarleg vanræksla.Höfundur er varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarformaður Gray Line.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun