Handbolti

Drykkjurúturinn rekinn frá Serbum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cveltkovic á EM. Líklega mjúkur.
Cveltkovic á EM. Líklega mjúkur. vísir/afp
Jovica Cvetkovic, sem leikmenn sögðu hafa verið blindfullan á EM í Króatíu, hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Serbíu. Það geta vart talist óvænt tíðindi.

Hann stýrði Serbum í tólfta sætið á EM og það getur hann þakkað sigri á Íslandi í lokaleik riðlakeppninnar. Sigur sem sendi Ísland heim og Serba áfram í milliriðil þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum.

Eftir að þjálfarinn hafði sakað leikmenn Serba um að fara út að skemmta sér á mótinu og bóka flugmiða heim, þar sem þeir gerðu ráð fyrir að tapa gegn Íslandi, þá stóðu leikmenn upp og sendu frá sér yfirlýsingu.

Í henni stóð meðal annars að það hefði varla runnið af Cevtkovic allt mótið. Hann hefði ekki mætt á æfingar og skilið eftir himinháan reikning á hótelherbergi sínu þar sem hann sat að sumbli. Það er nú ekki dýrt að fá sér í könnu í Króatíu og því lágu ansi margir drykkir í valnum miðað við reikninginn.

Stjórn serbneska handknattleikssambandsins fundaði um stöðu Cvetkovic í gær og ákvað að reka hann úr starfi. Tíu vildu reka hann en aðeins einn greiddi atkvæði með því að halda honum í starfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×