Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 80-73 | Haukar skrefi nær deildarmeistaratitlinum Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 1. mars 2018 23:15 Breki Gylfason og Tómas Þórður Hilmarsson eigast við í leiknum í dag vísir/bára Topplið Hauka í Domino's deild karla í körfubolta tók í kvöld á móti Stjörnunni frá Garðabæ á heimavelli sínum í Schenker höllinni að Ásvöllum í Hafnafirði. Í lið Hauka vantaði landsliðsmanninn Kára Jónsson sem varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með íslenska landsliðinu í síðustu viku. Leikurinn fór rólega af stað hvað stigaskor varðar og einkenndist frekar af góðum varnarleik liðanna til að byrja með. Haukarnir náðu þó fljótlega undirtökunum í leiknum og voru ávallt einu skrefi á undan Stjörnuliðinu, í hálfleik leiddu heimamenn með þremur stigum. Þriðji leikhlutinn var fjörugur og mikið skorað í honum framan af, undir lok leikhlutans náðu Haukarnir aðeins að slíta sig frá gestunum og leiddu með átta stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Fjórði leikhlutinn endurspeglaði í raun gang leiksins. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að ná Haukunum en sterkari heimamenn virtust ávallt eiga til svör við áhlaupum gestanna. Það fór þó svo að lokum að Haukarnir styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með góðum sigri á liði Stjörnunnar sem á í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheildin var sterk og greinilegt að liðið ætlaði ekki að láta fjarveru Kára Jónssonar setja sig út af laginu. Liðið spilaði vel varnarlega og hitti úr skotunum sínum á mikilvægum augnablikum í leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Í jöfnu á góðu liðið Hauka var Paul Anthony Jones frábær með 23 stig og 13 fráköst. Hann setti niður mikið af erfiðum skotum sem ekki margir leikmenn í þessari deild geta sett niður. Einnig voru Finnur Atli, Emil Barja og Haukur Óskarsson mjög góðir. Í liði Stjörnunnar bar Hlynur Elías Bæringsson af með 23 stig og 18 fráköst.Hvað gekk illa? Erlendu leikmönnum Stjörnunnar voru mislagðar hendur í þessum leik og í raun voru þeir bara slakir. Það er alveg ljóst að Stjarnan á heimtingu á því að atvinnumenn sem fengnir eru hingað til lands til að styrkja liðið skili betra dagsverki en þeir gerðu í leiknum í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigir á ÍR í Seljaskóla í Breiðholtinu, á meðan Stjarnan leikur mikilvægan leik á heimavelli á móti Keflavík sem gæti ráðið miklu um framhaldið fyrir liðið og sætaskipan í úrslitakeppninni.Haukar-Stjarnan 80-73 (18-14, 22-24, 22-16, 18-19) Haukar: Paul Anthony Jones III 23/13 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Hjálmar Stefánsson 10, Emil Barja 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 10/12 fráköst/4 varin skot, Breki Gylfason 5/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 5/5 fráköst, Hilmar Pétursson 2.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 23/18 fráköst, Darrell Devonte Combs 16/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 13/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Róbert Sigurðsson 6, Collin Anthony Pryor 6, Dúi Þór Jónsson 1.Paul Anthony Jones hinn þriðji í leiknum í kvöldvísir/báraÍvar: Við vissum að það þyrftu aðrir leikmenn að stíga upp í okkar liði „Við vissum það þegar Kári meiddist að það þyrftu aðrir að stíga upp og það gerðu menn hérna í kvöld, það voru margir að skora hjá okkur í kvöld og margir að gera góða hluti,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Ívar sagði það ljóst að Kári yrði ekki meira með liðinu vegna fingurbrotsins fyrr en komið væri í úrslitakeppnina. „Það er alveg 100% að hann verður ekki meira með þangað til komið er í úrslitakeppnina, við ætlum að hvíla hann til að eiga hann góðan þar. Þó við mættum nota hann fyrr myndum við ekki gera það, við erum með gott lið sem mun skila þessu fyrir okkur þangað til að Kári kemur aftur inn í þetta með okkur í úrslitakeppninni,“sagði Ívar Ásgrímsson.Arnþór Freyr Guðmundsson og Haukur Óskarssonvísir/báraHrafn: Við vorum ekki nógu beittir, því miður „Það voru þarna nokkur mikilvæg augnablik í þessum leik þar sem við höfðum tækifæri til að koma okkur inn í þetta en það hreinlega tókst ekki. Á meðan þeir voru að setja sín skot voru okkar ekki að detta þegar það skipti mestu máli. Það voru margir leikmenn að stíga upp í þeirra liðið og setja stór skot, ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hrafn gagnrýndi reglur deildarinnar um erlenda leikmenn eftir leikinn. Mörg lið eru í dag með tvo bandaríska leikmenn, enn aðeins einn leikmaður sem ekki er með íslenskan ríkisborgararétt má vera inn á vellinum í einu. „Nei, þetta er í rauninni alveg handónýtt og kannski má segja að þetta sé deildinni til minnkunar eins og þetta er núna. Það sýnir okkur hvað mörg lið eru komin í þetta, að vera með tvo Kana, að þetta er ekki að virka lengur eins og þetta er. Mér fannst 4 +1 gefa okkur alveg rosalega mikið til margra ára en nú er þetta farið að taka frá okkur. Ég held að deildin megi alveg við því að deildin skoða þessi mál.“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.Arnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/BáraTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraArnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/BáraPaul Anthony Jones III.Vísir/BáraBreki Gylfason.Vísir/BáraHjálmar Stefánsson.Vísir/BáraHalldór Geir Jensson, dómari.Vísir/BáraDarrell Devonte Combs.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraDarrel Devonte Combs.Vísir/BáraÍsak Ernir Kristinsson.Vísir/BáraRóbert Sigurðsson.Vísir/BáraJóhannes Páll Friðriksson, dómari.Vísir/BáraEysteinn Bjarni Ævarsson.Vísir/BáraDúi Þór Jónsson.Vísir/BáraJustin Shouse, þjálfari.Vísir/BáraHilmar Pétursson.Vísir/BáraCollin Anthony Pryor, Stjörnunni, og Hjálmar Stefánsson, Haukum.Vísir/BáraColin Anthony Pryor.Vísir/BáraÍvar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/BáraTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/BáraHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraHaukur Óskarsson.Vísir/BáraEmil Barja.Vísir/Bára Dominos-deild karla
Topplið Hauka í Domino's deild karla í körfubolta tók í kvöld á móti Stjörnunni frá Garðabæ á heimavelli sínum í Schenker höllinni að Ásvöllum í Hafnafirði. Í lið Hauka vantaði landsliðsmanninn Kára Jónsson sem varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með íslenska landsliðinu í síðustu viku. Leikurinn fór rólega af stað hvað stigaskor varðar og einkenndist frekar af góðum varnarleik liðanna til að byrja með. Haukarnir náðu þó fljótlega undirtökunum í leiknum og voru ávallt einu skrefi á undan Stjörnuliðinu, í hálfleik leiddu heimamenn með þremur stigum. Þriðji leikhlutinn var fjörugur og mikið skorað í honum framan af, undir lok leikhlutans náðu Haukarnir aðeins að slíta sig frá gestunum og leiddu með átta stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Fjórði leikhlutinn endurspeglaði í raun gang leiksins. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að ná Haukunum en sterkari heimamenn virtust ávallt eiga til svör við áhlaupum gestanna. Það fór þó svo að lokum að Haukarnir styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með góðum sigri á liði Stjörnunnar sem á í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Afhverju unnu Haukar? Liðsheildin var sterk og greinilegt að liðið ætlaði ekki að láta fjarveru Kára Jónssonar setja sig út af laginu. Liðið spilaði vel varnarlega og hitti úr skotunum sínum á mikilvægum augnablikum í leiknum.Hverjir stóðu upp úr? Í jöfnu á góðu liðið Hauka var Paul Anthony Jones frábær með 23 stig og 13 fráköst. Hann setti niður mikið af erfiðum skotum sem ekki margir leikmenn í þessari deild geta sett niður. Einnig voru Finnur Atli, Emil Barja og Haukur Óskarsson mjög góðir. Í liði Stjörnunnar bar Hlynur Elías Bæringsson af með 23 stig og 18 fráköst.Hvað gekk illa? Erlendu leikmönnum Stjörnunnar voru mislagðar hendur í þessum leik og í raun voru þeir bara slakir. Það er alveg ljóst að Stjarnan á heimtingu á því að atvinnumenn sem fengnir eru hingað til lands til að styrkja liðið skili betra dagsverki en þeir gerðu í leiknum í kvöld.Hvað gerist næst? Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigir á ÍR í Seljaskóla í Breiðholtinu, á meðan Stjarnan leikur mikilvægan leik á heimavelli á móti Keflavík sem gæti ráðið miklu um framhaldið fyrir liðið og sætaskipan í úrslitakeppninni.Haukar-Stjarnan 80-73 (18-14, 22-24, 22-16, 18-19) Haukar: Paul Anthony Jones III 23/13 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Hjálmar Stefánsson 10, Emil Barja 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 10/12 fráköst/4 varin skot, Breki Gylfason 5/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 5/5 fráköst, Hilmar Pétursson 2.Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 23/18 fráköst, Darrell Devonte Combs 16/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 13/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Róbert Sigurðsson 6, Collin Anthony Pryor 6, Dúi Þór Jónsson 1.Paul Anthony Jones hinn þriðji í leiknum í kvöldvísir/báraÍvar: Við vissum að það þyrftu aðrir leikmenn að stíga upp í okkar liði „Við vissum það þegar Kári meiddist að það þyrftu aðrir að stíga upp og það gerðu menn hérna í kvöld, það voru margir að skora hjá okkur í kvöld og margir að gera góða hluti,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Ívar sagði það ljóst að Kári yrði ekki meira með liðinu vegna fingurbrotsins fyrr en komið væri í úrslitakeppnina. „Það er alveg 100% að hann verður ekki meira með þangað til komið er í úrslitakeppnina, við ætlum að hvíla hann til að eiga hann góðan þar. Þó við mættum nota hann fyrr myndum við ekki gera það, við erum með gott lið sem mun skila þessu fyrir okkur þangað til að Kári kemur aftur inn í þetta með okkur í úrslitakeppninni,“sagði Ívar Ásgrímsson.Arnþór Freyr Guðmundsson og Haukur Óskarssonvísir/báraHrafn: Við vorum ekki nógu beittir, því miður „Það voru þarna nokkur mikilvæg augnablik í þessum leik þar sem við höfðum tækifæri til að koma okkur inn í þetta en það hreinlega tókst ekki. Á meðan þeir voru að setja sín skot voru okkar ekki að detta þegar það skipti mestu máli. Það voru margir leikmenn að stíga upp í þeirra liðið og setja stór skot, ég verð að hrósa þeim fyrir það,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Hrafn gagnrýndi reglur deildarinnar um erlenda leikmenn eftir leikinn. Mörg lið eru í dag með tvo bandaríska leikmenn, enn aðeins einn leikmaður sem ekki er með íslenskan ríkisborgararétt má vera inn á vellinum í einu. „Nei, þetta er í rauninni alveg handónýtt og kannski má segja að þetta sé deildinni til minnkunar eins og þetta er núna. Það sýnir okkur hvað mörg lið eru komin í þetta, að vera með tvo Kana, að þetta er ekki að virka lengur eins og þetta er. Mér fannst 4 +1 gefa okkur alveg rosalega mikið til margra ára en nú er þetta farið að taka frá okkur. Ég held að deildin megi alveg við því að deildin skoða þessi mál.“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar að lokum.Arnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/BáraTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraArnþór Freyr Guðmundsson.Vísir/BáraPaul Anthony Jones III.Vísir/BáraBreki Gylfason.Vísir/BáraHjálmar Stefánsson.Vísir/BáraHalldór Geir Jensson, dómari.Vísir/BáraDarrell Devonte Combs.Vísir/BáraHlynur Bæringsson.Vísir/BáraDarrel Devonte Combs.Vísir/BáraÍsak Ernir Kristinsson.Vísir/BáraRóbert Sigurðsson.Vísir/BáraJóhannes Páll Friðriksson, dómari.Vísir/BáraEysteinn Bjarni Ævarsson.Vísir/BáraDúi Þór Jónsson.Vísir/BáraJustin Shouse, þjálfari.Vísir/BáraHilmar Pétursson.Vísir/BáraCollin Anthony Pryor, Stjörnunni, og Hjálmar Stefánsson, Haukum.Vísir/BáraColin Anthony Pryor.Vísir/BáraÍvar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/BáraTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/BáraHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraHaukur Óskarsson.Vísir/BáraEmil Barja.Vísir/Bára
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti