„Langbest að sleppa öllu skítkasti hér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. mars 2018 11:49 Logi beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar sem taldi hann heldur harðorðan. Vísir/Ernir Til harðra orðaskipta kom á Alþingi í dag milli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Beindi þar Logi fyrirspurn sinni til Bjarna um vopnaflutninga Air Atlanta til Sádi-arabíu. Sagði hann þögn ráðherrans æpandi í hinum ýmsu málum og nefndi þar mál ungs hælisleitenda sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni og var sendur úr landi. „En þögn hæstvirts fjármálaráðherra um vopnamálið er líka æpandi. Hann sér sér enga ástæðu til að bregðast við þótt komið hafi í ljós að ríkisstjórnir sem hann hefur haft aðild að og stjórnað að miklu leyti hafi gefið heimildir til að senda vopn til Sádi-arabíu, sem líkur eru á að séu áframsend til að slátra saklausu fólki, börnum og konum, í Jemen og Sýrlandi,“ sagði Logi.Sagði Bjarna þekktan fyrir að stinga skýrslum undir stól Hann hélt áfram og spurði hvers vegna ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd um málið, hvers vegna málið hafi ekki verið skoðað betur og upplýst í gegnum tíðina í ljósi rannsóknarskyldu stjórnvalda. „Þar sem hæstvirtur fjármálaráðherra er nú orðinn býsna þekktur af því að fela gögn og stinga skýrslum undir stól, af hverju ætti þjóðin virkilega að trúa því að hæstvirtur fjármálaráðherra og fyrrum forsætisráðherra hafi ekki vitað neitt um málið. Ég spyr, herra forseti, er þetta enn eitt dæmið um leyndarhyggju Sjálfstæðisflokksins?“ Lokaorð Loga fóru ekki vel í fjármálaráðherra. „Ég held að málið sem er hér tekið upp verðskuldi það nú að menn sleppi öllu svona ómerkilegu skítkasti eins og háttvirtur þingmaður fer út í hér að saka menn um leyndarhyggju og að sópa undir teppið einhverjum málum og blanda saman algjörlega óskyldum atriðum hér. Held ég að sé umræðu um þetta mál ekki til framdráttar,“ sagði Bjarni.Best að sleppa skítkasti í ræðustól Sagði hann jafnframt sjálfsagt og eðlilegt að þingið spyrji spurninga, leiti skýringa á því þegar hlutir fari úrskeiðis og hvað hafi leitt til þess að vopn hafi mögulega verið flutt til átakasvæða á vegum íslenskra aðila. Sagði hann heiminn vera flókinn og að það væri ekki einfalt fyrir íslenska stjórnsýslu að komast til botns í sérhverju tilviki. „En þegar um vopn er að ræða þá ættu menn svo sannarlega að fara varlega og gá að sér og leita skýringa og upplýsinga og mér finnst að nýjasta dæmið sem við höfum úr íslenska stjórnkerfinu sýni að það sé einmitt það sem menn vilja gera,“ sagði Bjarni. „En ef við viljum reyna að skilja þetta mál til hlítar og spyrja réttara spurninga um það hvort það séu atriði í íslenskri stjórnsýslu, í stjórnkerfinu, sem þarfnist endurskoðunar í tilefni að þessu máli sem nú er komið upp þá er langbest að sleppa öllu skítkasti hér út af óskyldum málum í ræðustól.“Taldi ekki trúverðugt að Bjarni hafi ekkert vitað Logi tók þá aftur til máls og sagði að ráðherrann gæti kallað það sem hann vilji skítkast. „En þegar mál eru falin í eitt skipti getum við kallað þau slys. Í annað skiptið geta þau hugsanlega verið slæleg vinnubrögð en þegar það gerist í fjórða og fimmta skiptið þá heita það vinnureglur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega sýnt hverjar eru hans vinnureglur þegar kemur að gögnum sem honum finnst ekki eigi að koma fyrir alþjóð og geti komið flokknum illa,“ sagði Logi. „Mér finnst hins vegar rétt að spyrja hæstvirtan ráðherra hvenær vissi hann um þessa flutninga og þar sem þetta eru umfangsmiklir flutningar, er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt í öll þessi ár? Ef hann vissi það ekki, herra forseti, þá átti hann að minnsta kosti að vita það.“„Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn?“ Í öðru svari sínu sagðist Bjarni ekki átta sig á því hvað Logi ætti við þegar hann sagði að hann hefði, sem fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, átt að vita hvaða farmur væri í flugvélum íslenskra aðila á milli landa. „Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn? Heldur hann virkilega að hæstvirtur fjármálaráðherra sé að fara yfir farmskrárnar? Þetta er algerlega rakalaus áburður sem er hér færður fram og augljóst að það hefur aldrei verið á mínu borði að fara yfir þau stjórnsýslulegu atriði sem þarf að gá að í þessum málum. Þetta hélt ég nú að hefði komið ágætlega fram í athugun utanríkismálanefndar og ég ítreka bara það sem ég segi,“ sagði Bjarni. „Reynum nú að halda aftur af okkur með skítkast milli flokka sem mér finnst háttvirtu þingmaður fara beint í og leggjum þeim mun meiri áherslu á að skilja eðli þessa máls og spyrja réttu spurninganna um stjórnsýslulegar ákvarðanir.“ Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á Alþingi í dag milli Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Beindi þar Logi fyrirspurn sinni til Bjarna um vopnaflutninga Air Atlanta til Sádi-arabíu. Sagði hann þögn ráðherrans æpandi í hinum ýmsu málum og nefndi þar mál ungs hælisleitenda sem varð fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni og var sendur úr landi. „En þögn hæstvirts fjármálaráðherra um vopnamálið er líka æpandi. Hann sér sér enga ástæðu til að bregðast við þótt komið hafi í ljós að ríkisstjórnir sem hann hefur haft aðild að og stjórnað að miklu leyti hafi gefið heimildir til að senda vopn til Sádi-arabíu, sem líkur eru á að séu áframsend til að slátra saklausu fólki, börnum og konum, í Jemen og Sýrlandi,“ sagði Logi.Sagði Bjarna þekktan fyrir að stinga skýrslum undir stól Hann hélt áfram og spurði hvers vegna ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd um málið, hvers vegna málið hafi ekki verið skoðað betur og upplýst í gegnum tíðina í ljósi rannsóknarskyldu stjórnvalda. „Þar sem hæstvirtur fjármálaráðherra er nú orðinn býsna þekktur af því að fela gögn og stinga skýrslum undir stól, af hverju ætti þjóðin virkilega að trúa því að hæstvirtur fjármálaráðherra og fyrrum forsætisráðherra hafi ekki vitað neitt um málið. Ég spyr, herra forseti, er þetta enn eitt dæmið um leyndarhyggju Sjálfstæðisflokksins?“ Lokaorð Loga fóru ekki vel í fjármálaráðherra. „Ég held að málið sem er hér tekið upp verðskuldi það nú að menn sleppi öllu svona ómerkilegu skítkasti eins og háttvirtur þingmaður fer út í hér að saka menn um leyndarhyggju og að sópa undir teppið einhverjum málum og blanda saman algjörlega óskyldum atriðum hér. Held ég að sé umræðu um þetta mál ekki til framdráttar,“ sagði Bjarni.Best að sleppa skítkasti í ræðustól Sagði hann jafnframt sjálfsagt og eðlilegt að þingið spyrji spurninga, leiti skýringa á því þegar hlutir fari úrskeiðis og hvað hafi leitt til þess að vopn hafi mögulega verið flutt til átakasvæða á vegum íslenskra aðila. Sagði hann heiminn vera flókinn og að það væri ekki einfalt fyrir íslenska stjórnsýslu að komast til botns í sérhverju tilviki. „En þegar um vopn er að ræða þá ættu menn svo sannarlega að fara varlega og gá að sér og leita skýringa og upplýsinga og mér finnst að nýjasta dæmið sem við höfum úr íslenska stjórnkerfinu sýni að það sé einmitt það sem menn vilja gera,“ sagði Bjarni. „En ef við viljum reyna að skilja þetta mál til hlítar og spyrja réttara spurninga um það hvort það séu atriði í íslenskri stjórnsýslu, í stjórnkerfinu, sem þarfnist endurskoðunar í tilefni að þessu máli sem nú er komið upp þá er langbest að sleppa öllu skítkasti hér út af óskyldum málum í ræðustól.“Taldi ekki trúverðugt að Bjarni hafi ekkert vitað Logi tók þá aftur til máls og sagði að ráðherrann gæti kallað það sem hann vilji skítkast. „En þegar mál eru falin í eitt skipti getum við kallað þau slys. Í annað skiptið geta þau hugsanlega verið slæleg vinnubrögð en þegar það gerist í fjórða og fimmta skiptið þá heita það vinnureglur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sannarlega sýnt hverjar eru hans vinnureglur þegar kemur að gögnum sem honum finnst ekki eigi að koma fyrir alþjóð og geti komið flokknum illa,“ sagði Logi. „Mér finnst hins vegar rétt að spyrja hæstvirtan ráðherra hvenær vissi hann um þessa flutninga og þar sem þetta eru umfangsmiklir flutningar, er það trúverðugt að enginn ráðherra hafi vitað neitt í öll þessi ár? Ef hann vissi það ekki, herra forseti, þá átti hann að minnsta kosti að vita það.“„Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn?“ Í öðru svari sínu sagðist Bjarni ekki átta sig á því hvað Logi ætti við þegar hann sagði að hann hefði, sem fjármálaráðherra eða forsætisráðherra, átt að vita hvaða farmur væri í flugvélum íslenskra aðila á milli landa. „Hvert er háttvirtur þingmaður eiginlega kominn? Heldur hann virkilega að hæstvirtur fjármálaráðherra sé að fara yfir farmskrárnar? Þetta er algerlega rakalaus áburður sem er hér færður fram og augljóst að það hefur aldrei verið á mínu borði að fara yfir þau stjórnsýslulegu atriði sem þarf að gá að í þessum málum. Þetta hélt ég nú að hefði komið ágætlega fram í athugun utanríkismálanefndar og ég ítreka bara það sem ég segi,“ sagði Bjarni. „Reynum nú að halda aftur af okkur með skítkast milli flokka sem mér finnst háttvirtu þingmaður fara beint í og leggjum þeim mun meiri áherslu á að skilja eðli þessa máls og spyrja réttu spurninganna um stjórnsýslulegar ákvarðanir.“
Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05 Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28
Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu. 28. febrúar 2018 17:05
Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar. 28. febrúar 2018 19:00