Ef það þarf meira til að draga þig í bíó þá ættir þú að leita þér læknishjálpar Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2018 10:00 Edda Björgvinsdóttir. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndahátíðin Stockfish stendur fram til 11. mars en á hátíðinni er lögð áhersla á að sýna eingöngu sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir. Kvikmyndir sem er óvíst að ættu greiða leið í kvikmyndahús á Íslandi ef ekki væri á slíka hátíð sem er mikil veisla fyrir kvikmyndanörda og allan almenning. Það er úr mörgu að velja og þess vegna fékk Fréttablaðið nokkra valinkunna einstaklinga til þess að segja lesendum frá því hvaða myndir þau ætluðu örugglega að sjá á hátíðinni og hvers vegna. Edda Björgvinsdóttir, leikkona og nýbakaður Edduverðlaunahafi, segir að hún geti ekki beðið eftir að sjá myndina An Ordinary Man með uppáhalds kvikmyndastjörnunni sinni, Ben Kingsley, og súperstjörnunni Heru Hilmarsdóttur. „Guð minn góður hvað ég myndi borga margar milljónir fyrir að fá að leika á móti Ben! Svo hef ég heyrt að myndin sé þar að auki aldeilis mögnuð og okkar íslenska stjarna sé hreinlega að leika Ben út af tjaldinu,“ segir Edda og hlær. „Önnur mynd sem ég ætla að sjá er A Fantastic Woman. Ótrúlega áhugaverð saga. Og þriðja myndin er þrillerinn L’atelier eða The Workshop sem virkar mjög spennandi.“Þóra Karitas.Vísir/ANDRI MARÍNÓÞóra Karitas, leikkona og stjórnarmeðlimur í Stockfish, hefur þegar séð An Ordinary Man og að auki séu þrjár myndir á listanum. „Fyrst er það Loveless sem er framlag Rússa til Óskarsins í ár og þykir mjög góð og A Fantastic Woman eftir Sebastian Lelio sem er einnig tilnefnd til Óskarsins. Aðalleikkona myndarinnar, Daniela Vega, er transkona eins og persónan sem hún leikur í myndinni. En síðast en ekki síst er ég spennt að sjá nýjustu mynd leikstýrunnar Iram Haq, What Will People Say? Hún byggir myndina á eigin ævi en sem innflytjandi í Noregi og upprunalega frá Pakistan segist hún hafa lifað tvöföldu lífi sem unglingur. Pabba hennar fannst hún vera á glapstigum þegar raunin var að hún hagaði sér eins og hver annar skandinavískur unglingur. Hann fann sig knúinn til að siða hana til og minna hana á upprunann og foreldrar hennar gengu svo langt að láta stela henni og senda í uppeldisbúðir til skyldfólks í Pakistan sem hún hafði aldrei hitt. Iram Haq mun taka þátt í umræðum norrænna kvenleikstjóra á Stockfish sem verður næstkomandi laugardag klukkan fimm en ég fæ þann heiður að stýra umræðunum og verð því að sjá myndina til að undirbúa mig.“Unnsteinn Manuel Stefánsson.Vísir/Anton BrinkUnnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður, er nýbakaður Edduverðlaunahafi, eins og Edda Björgvinsdóttir, sem sjónvarpsmaður ársins og rétt eins og þær Edda og Þóra Karitas ætlar hann að sjá An Ordinary Man. „Hera er náttúrulega frábær leikkona og ég hlakka til að sjá hana leika á móti Ben Kingsley,“ segir Unnsteinn Manuel. Hann bætir við að næsta mynd á listanum sé svo Loveless eftir rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev og ástæðan fyrir valinu virðist vera einföld. „Ég er búinn að sjá stikluna fyrir þessa svo oft í Bíó Paradís að ég verð að sjá hana auk þess sem hún er bara virkilega brútal. Að lokum vil ég nefna að mig langar til þess að sjá The Nothing Factory vegna þess að hún er á portúgölsku. Ég fæddist í Portúgal, en er bara nýbúinn að uppgötva listrænar portúgalskar myndir.“Bylgja Babýlons.VísirBylgja Babýlons uppistandari er líka búin að negla niður fyrstu þrjár mydirnar og þar er að finna bæði skemmtilegt og forvitnilegt val. Efst á lista hjá Bylgju er japanski vísindatryllirinn Before We Vanish. „Japanskt sci-fi. Ef það þarf meira til að draga þig í bíó þá ættir þú að leita þér læknishjálpar. Seríuslí. Geimverur.“ Listinn hjá Bylgju er skemmtilega fjölbreyttur og næst á dagskrá hjá henni er What Will People Say eftir hina norsk-pakistönsku Iram Haq. „Þegar ég var 19 ára bjó ég í Danmörku og leigði í gettói með þremur tyrkneskum stelpum. Ein vinkona okkar var strangtrúuð búrkukona á virkum dögum en um helgar var hún ekki heima hjá foreldrum sínum og þá fór búrkan af og gerviaugnhárin á. Einn meðleigjandi minn grínaðist einhvern tíma með að hún væri að hætta á að vera send heim. Fyrir íslenska stelpu var þetta smá menningarsjokk. Ég er mega spennt að sjá þessa.“ Bylgja bætir við að sig langi einnig til þess að sjá norsku heimildarmyndina The Golden Dawn Girls eftir Håvard Bustnes. „Þetta er mynd sem mig langar að sjá af sömu ástæðu og ég horfi á heimildarmyndir og les bækur og greinar um sértrúarsöfnuði, raðmorðingja og siðblindingja almennt. Það er svo fokking skrýtið að þetta fólk sé til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndahátíðin Stockfish stendur fram til 11. mars en á hátíðinni er lögð áhersla á að sýna eingöngu sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir. Kvikmyndir sem er óvíst að ættu greiða leið í kvikmyndahús á Íslandi ef ekki væri á slíka hátíð sem er mikil veisla fyrir kvikmyndanörda og allan almenning. Það er úr mörgu að velja og þess vegna fékk Fréttablaðið nokkra valinkunna einstaklinga til þess að segja lesendum frá því hvaða myndir þau ætluðu örugglega að sjá á hátíðinni og hvers vegna. Edda Björgvinsdóttir, leikkona og nýbakaður Edduverðlaunahafi, segir að hún geti ekki beðið eftir að sjá myndina An Ordinary Man með uppáhalds kvikmyndastjörnunni sinni, Ben Kingsley, og súperstjörnunni Heru Hilmarsdóttur. „Guð minn góður hvað ég myndi borga margar milljónir fyrir að fá að leika á móti Ben! Svo hef ég heyrt að myndin sé þar að auki aldeilis mögnuð og okkar íslenska stjarna sé hreinlega að leika Ben út af tjaldinu,“ segir Edda og hlær. „Önnur mynd sem ég ætla að sjá er A Fantastic Woman. Ótrúlega áhugaverð saga. Og þriðja myndin er þrillerinn L’atelier eða The Workshop sem virkar mjög spennandi.“Þóra Karitas.Vísir/ANDRI MARÍNÓÞóra Karitas, leikkona og stjórnarmeðlimur í Stockfish, hefur þegar séð An Ordinary Man og að auki séu þrjár myndir á listanum. „Fyrst er það Loveless sem er framlag Rússa til Óskarsins í ár og þykir mjög góð og A Fantastic Woman eftir Sebastian Lelio sem er einnig tilnefnd til Óskarsins. Aðalleikkona myndarinnar, Daniela Vega, er transkona eins og persónan sem hún leikur í myndinni. En síðast en ekki síst er ég spennt að sjá nýjustu mynd leikstýrunnar Iram Haq, What Will People Say? Hún byggir myndina á eigin ævi en sem innflytjandi í Noregi og upprunalega frá Pakistan segist hún hafa lifað tvöföldu lífi sem unglingur. Pabba hennar fannst hún vera á glapstigum þegar raunin var að hún hagaði sér eins og hver annar skandinavískur unglingur. Hann fann sig knúinn til að siða hana til og minna hana á upprunann og foreldrar hennar gengu svo langt að láta stela henni og senda í uppeldisbúðir til skyldfólks í Pakistan sem hún hafði aldrei hitt. Iram Haq mun taka þátt í umræðum norrænna kvenleikstjóra á Stockfish sem verður næstkomandi laugardag klukkan fimm en ég fæ þann heiður að stýra umræðunum og verð því að sjá myndina til að undirbúa mig.“Unnsteinn Manuel Stefánsson.Vísir/Anton BrinkUnnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistar- og sjónvarpsmaður, er nýbakaður Edduverðlaunahafi, eins og Edda Björgvinsdóttir, sem sjónvarpsmaður ársins og rétt eins og þær Edda og Þóra Karitas ætlar hann að sjá An Ordinary Man. „Hera er náttúrulega frábær leikkona og ég hlakka til að sjá hana leika á móti Ben Kingsley,“ segir Unnsteinn Manuel. Hann bætir við að næsta mynd á listanum sé svo Loveless eftir rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev og ástæðan fyrir valinu virðist vera einföld. „Ég er búinn að sjá stikluna fyrir þessa svo oft í Bíó Paradís að ég verð að sjá hana auk þess sem hún er bara virkilega brútal. Að lokum vil ég nefna að mig langar til þess að sjá The Nothing Factory vegna þess að hún er á portúgölsku. Ég fæddist í Portúgal, en er bara nýbúinn að uppgötva listrænar portúgalskar myndir.“Bylgja Babýlons.VísirBylgja Babýlons uppistandari er líka búin að negla niður fyrstu þrjár mydirnar og þar er að finna bæði skemmtilegt og forvitnilegt val. Efst á lista hjá Bylgju er japanski vísindatryllirinn Before We Vanish. „Japanskt sci-fi. Ef það þarf meira til að draga þig í bíó þá ættir þú að leita þér læknishjálpar. Seríuslí. Geimverur.“ Listinn hjá Bylgju er skemmtilega fjölbreyttur og næst á dagskrá hjá henni er What Will People Say eftir hina norsk-pakistönsku Iram Haq. „Þegar ég var 19 ára bjó ég í Danmörku og leigði í gettói með þremur tyrkneskum stelpum. Ein vinkona okkar var strangtrúuð búrkukona á virkum dögum en um helgar var hún ekki heima hjá foreldrum sínum og þá fór búrkan af og gerviaugnhárin á. Einn meðleigjandi minn grínaðist einhvern tíma með að hún væri að hætta á að vera send heim. Fyrir íslenska stelpu var þetta smá menningarsjokk. Ég er mega spennt að sjá þessa.“ Bylgja bætir við að sig langi einnig til þess að sjá norsku heimildarmyndina The Golden Dawn Girls eftir Håvard Bustnes. „Þetta er mynd sem mig langar að sjá af sömu ástæðu og ég horfi á heimildarmyndir og les bækur og greinar um sértrúarsöfnuði, raðmorðingja og siðblindingja almennt. Það er svo fokking skrýtið að þetta fólk sé til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira