Innlent

Díselbann fær lítinn hljómgrunn hjá oddvitum í Reykjavík

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Fjölmargar evrópskar borgir hafa tekið ákvörðun um að banna umferð díselbíla að hluta eða öllu leyti til að draga úr mengun. Slík áform fá lítinn hljómgrunn hjá oddvitum flokkanna sem bjóða fram í Reykjavíkurborg.

Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp dóm hinn 27. febrúar síðastliðinn um að þýskum borgum væri heimilt banna umferð díselbíla til að draga úr loftmengun. Hyggjast fjölmargar borgir í Þýskalandi innleiða einhverja útfærslu af slíku banni á næstunni.

Nú þegar hafa margar evrópskar borgir áform um að banna umferð díselbíla að hluta eða að öllu leyti til að draga úr loftmengun. Hér má nefna Osló, Berlín, Stuttgart, Hamborg, París, London, Madríd, Róm og Aþenu.

Svifryksmengun í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum á síðustu árum. Verkfræðistofan Efla lagði til í skýrslu sem kom út í fyrra að kannaður yrði möguleiki þess að takmarka umferð díselbíla til að draga úr sóti. En er mögulegt að banna hreinlega díselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun?

Fréttastofa Stöðvar 2 kannaði afstöðu oddvita flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík til málsins. Sjá má viðal við þá í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×