Tími framkvæmda til árangurs er núna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 5. mars 2018 11:00 Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég var þátttakandi á málþingi Öryrkjabandalags Íslands í síðustu viku um þann mikilvæga málaflokk sérskóla - kosti og galla. Á málþinginu var umræðan tekin út frá ólíkum sjónarhornum þeirra sem eru þátttakendur í skólakerfinu með einum eða öðrum hætti. Það sem sameinaði umræðuna og kristallaðist í allri umræðunni þrátt fyrir ólík sjónarmið var mikilvægi þess að velferð barna og ungmenna væru sett í fyrsta sæti. Alltaf. Og öll ekki bara sum. Það er stóra málið. Menntun án aðgreiningar og sérskólar eru hluti af sama kerfinu og var fagnaðarefni að menntamálaráðherra taldi mikilvægt að styðja við báða þessa valmöguleika. Að mikilvægt væri að stutt væri betur við skólakerfið, þá valmöguleika sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að gera betur. Við erum á stórum tímamótum um næstu skref og því skiptir máli að vanda til verka, ígrunda og fara áfram. Ekki bara stoppa upp í göt og eyður í kerfinu til að bjarga málum. Við verðum að fara markvisst í að velta við öllum steinum kerfisins. Endurraða púslinu og taka alla þætti með í uppröðuninni. Fjármagn jafnt sem stefnuna, hlutverk kennarans jafnt sem stoðkerfisins. Taka umræðuna um sérskóla áfram samhliða stefnumótuninni um menntun án aðgreiningar og veita stuðning til framkvæmdar. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvað er að og á því þarf að fara að taka. Hlutverk kennarans þarf að fara saman við þá sérfræðiþekkingu sem kennari býr yfir. Það þýðir að kennari getur ekki verið í stöðu sjálfræðingsins, sérkennarans, þroskajálfans og fleiri fagstétta bara vegna þess að hann er aðal. Kennarinn er aðal en fagstéttirnar sem hér hafa verið nefndar eru vaxandi stærð í menginu skóli. Börn og ungmenni glíma við flóknari veruleika með hverjum deginum og utanaðkomandi áreiti af ýmsum toga hafa áhrif á líðan þeirra. Við því verðum við sem samfélag að bregðast. Marga greinir á um hlutverk skólans almennt. Og vilja einangra skólann við hreina og beina kennslu á meðan aðrir vilja einmitt sjá skólann taka betur utan um þarfir þeirra sem dvelja þar meirihluta sólarhringsins án þess að taka um það ákvörðun sjálf í 10 ár. Sjálfri hugnast mér betur seinni kosturinn. Ég tel hann vænlegri fyrir okkur öll til lengri tíma. Við þurfum að hlúa að æskunni og tryggja velferð þeirra með öllum tiltækum ráðum. Skólinn er dýrmæt stofnun og hefur gríðarleg áhrif á alla sem þar dvelja það þekkjum við öll. Ný hugsun, nýtt fyrirkomulag sem býður upp á öflugra faglegra starf í skólunum okkar mun leiða af sér árangur. Faglegt starf þar sem allar fagstéttir sem hafa aðkomu að börnum og ungmennum sameinast um verkefnið velferð barna og ungmenna. Betri líðan barna og ungmenna sem leiðir af sér betri framvindu í námi þannig er það bara.Höfundur er skólamanneskja.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar