Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 11:25 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson háðu einvígi á laugardaginn. RÚV Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi. Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi.
Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00
Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45