Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-67 | Neyðarlegt tap Keflvíkinga í Garðabæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2018 21:15 Tómas Þórður Hilmarsson átti stórleik fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Bára Stjarnan náði að koma sér aftur á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð í Domino's-deild karla og sendi skýr skilaboð með frábærri frammistöðu í öruggum sigri á Keflavík á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn eru með sigrinum öruggir inn í úrslitakeppni Domino's-deildar karla en Þór Þorlákshöfn er úr leik. Stjörnumenn gerðu snemma út um leikinn gegn andlausu liði Keflavíkur í kvöld en síðari hálfleikurinn var nánast formsatriði fyrir spræka Garðbæinga. Keflvíkingar voru að sama skapi hörmulegir eftir tvo sigurleiki í röð og miðað við frammistöðu liðsins í kvöld er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu Keflvíkinga fyrir úrslitakeppnina. Bæði lið voru reyndar ísköld í upphafi leiks en þó sérstaklega Keflvíkingar sem skoruðu bara fjögur stig á fyrstu fimm mínútjm leiksins. Ljóst var að þeir réðu illa við varnarleik Stjörnumanna. Heimamenn, með þá Tómas Þórð Hilmarsson, Hlyn Bæringsson og Arnþór Frey Guðmundsson í fararbroddi, komust þá í gang og litu Stjörnumenn aldrei um öxl eftir það. Hið sögufræga lið Keflavíkur virtist hafa náð að koma sér á rétta braut á síðustu vikum eftir erfitt tímabil eftir tvö sannfærandi sigra á KR og grönnum sínum í Njarðvík. En það er sama hvar er gripið niður í frammistöðu liðsins í kvöld, hún var einfaldlega skelfileg á báðum endum vallarins frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.Af hverju vann Stjarnan? Keflvíkingar voru orkulausir og áhugalausir frá fyrstu mínútu. Hörður Axel reyndi hvað hann gat að koma sínum mönnum í gang en ekkert gekk. Magnús Már Traustason átti reyndar tvær þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik en mikið meira var það ekki. Framlag annarra leikmanna Keflavíkur, allra helst Bandaríkjamannanna tveggja sem voru lengi vel með bara tvö stig hvor í leiknum, var lítið sem ekkert. Keflavík leit skelfilega út í þessum leik.Hverjir stóðu upp úr? Tómas Þórður Hilmarsson átti stórleik, sérstaklega í fyrri hálfleik er hann var með 22 stig og tólf fráköst. Hann þurfti ekki að bæta miklu við í síðari hálfleik, enda yfirburðir Stjörnunnar algerir. Tómas Þórður endaði með 26 stig og sextán fráköst. Hlynur Bæringsson, með fimmtán stig og ellefu fráköst, átti líka frábæran leik, bæði í vörn og sókn og þá var Arnþór Freyr Guðmundsson baneitraður utan þriggja stiga línunnar. Hann endaði með fimmtán stig.Hvað gekk illa? Af öllu því sem fór úrskeðis hjá Keflavík í kvöld verður að nefna varnarleikinn sérstaklega. Stjörnumenn þurftu að hafa lítið fyrir því að búa sér til skot og eftir að hafa verið kaldir í upphafi leiks nýttu skyttur heimamanna sér tækifærið ítrekað. Munurinn var orðinn 35 stig áður en fjórði leikhluti hófst og Keflvíkingar andlausir á öllum vígstöðum, en þá sérstaklega í vörninni.Tölfræðin sem vakti athygli Yfirburðir Stjörnunnar vöru í öllum þáttum leiksins en kannski að það veki helst athygli að Keflavík skoraði aldrei eftir hröð upphlaup í leiknum, sem segir sitt um bæði varnarleikinn liðsins og andleysið í liðinu.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni eftir sigurinn í kvöld og Þór Þorlákshöfn um leið úr leik. Stjarnan mætir Tindastóli í lokaumferðinni en Keflavík leikur gegn ÍR og þarf að sýna í þeim leik að liðið eigi að minnsta kosti erindi í úrslitakeppnina. Það var ekki að sjá á leik liðsins í dag.Stjarnan-Keflavík 99-67 (26-16, 28-15, 24-12, 21-24) Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 26/16 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/11 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Darrell Devonte Combs 11/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 9/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 6/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 5, Egill Agnar Októsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/5 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 2.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 13/4 fráköst, Magnús Már Traustason 13, Davíð Páll Hermannsson 10, Dominique Elliott 10/7 fráköst, Reggie Dupree 6, Christian Dion Jones 6/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1. Friðrik Ingi: Urðum ekki svona lélegir á einum degiFriðrik Ingi RúnarssonVísir/ErnirFriðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, hafði ekki áhyggjur af frammistöðu sinna manna þrátt fyrir afar slaka frammistöðu gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan vann í kvöld rúmlega 30 stiga sigur, 99-67, eftir að hafa komið mest 41 stigi yfir. Yfirburðir Stjörnunnar voru algerir og átti Keflavík ekkert svar. „Þetta sýnir okkur svo ekki sé um villst hversu miklu máli hugarfarið skiptir í íþróttum,“ sagði Friðrik en fyrir leik voru Keflvíkingar með öruggt sæti í úrslitakeppninni - Stjarnan ekki. „Stjarnan var að berjast fyrir sínu og það sást greinilega. Við vorum ekki tilbúnir í þau átök sem voru hér í upphafi leiks og lentum strax undir. Við náðum aldrei neinum takti við þetta. Stjarnan spilaði vel í kvöld en hún er samt ekki alveg svona góð.“ Hann hefur ekki áhyggjur af sínu liði og bendir Friðrik Ingi á að stutt er síðan að liðið vann bæði KR og Njarðvík. „Ef menn mæta bara klárir í slaginn og leggjum okkur fram þá erum við yfirleitt ansi beittir og góðir. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að koma til baka eftir þetta tap. Það er síður en svo komin örvænting í mig.“ „Það er alveg ljóst að við urðum ekki svona lélegir bara á einum degi.“ Hrafn: Tómas Þórður er mjög sérstakur leikmaðurHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði sínu liði fyrir vasklega framgöngu í stórsigri á Keflavík í kvöld. „Ég er mjög glaður með þessa frammistöðu. Við náðum að undirbúa okkar varnarleik fyrir það sem þeir vilja gera og það er þægilegt að finna fyrir því að það virkaði, sem það gerði frá fyrstu sekúndu,“ sagði Hrafn og hrósaði líka sínum mönnum fyrir að gefa aldrei eftir í leiknum. „Við höfum oft verið með góð tök á sterkum liðum eftir fyrri hálfleik og verið værukærir. En við mættum af krafti inn í seinni hálfleik í kvöld.“ Tómas Þórður Hilmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og var með 22 stig og tólf fráköst að honum loknum. „Hann spilaði eins og að hann ætti jafn vel skilið að vera í sautján manna landsliðshópi,“ sagði Hrafn og brosti. „Þessi drengur er orðinn alvöru leikmaður og getur gert allt. Það á örugglega eftir að slípa hann til í nokkrum þáttum en hann er að verða að mjög sérstökum leikmanni.“ Hrafn hrósaði líka Róberti Sigurðssyni sem skoraði níu stig í kvöld. „Hann stýrði liðin óaðfinnanlega þegar hann var inni á vellinum. Hann sýnir mikinn þroska með hverjum leiknum.“ Hann er þrátt fyrir allt ekki nógu ánægður með stöðu liðsins enda tapaði Stjarnan síðustu tveimur leikjum sínum á undan þessum. „Ég er ekki ánægður með hana en frammistaðan í kvöld var góð og við ætlum að byggja á henni. Við erum nú komnir inn í úrslitakeppnina og ég er ekki viss um að við séum liðið sem toppliðin vilja mæta í fyrstu umferðinni.“ Tómas Þórður: Átti von á meiru frá KeflavíkTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/Bára„Það var fínt að klára þetta snemma í dag. Við gerðum það sem við þurftum í fyrri hálfleik,“ sagði Tómas Þórður Hilmarsson sem játaði því að hann átti von á meiru frá Keflavík í kvöld. Tómas Þórður átti stórleik í kvöld. „Ég átti von á meiru frá Keflavík sem er nú með Hörð Axel í liðinu og tvö öfluga Kana. Þetta er allt annað lið en við mættum fyrir áramót. Ég bjóst ekki við því að við myndum vinna með meira en 30 stiga mun í kvöld.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum á undan og það mátti sjá á Tómasi í kvöld að honum var létt eftir þessa góðu frammistöðu liðsins í kvöld. „Þetta voru ekkert venjulegir tapleikir. Þetta var hrikalega lélegt, sérstaklega gegn Grindavík sem var afar slakt. Það var því fínt að við rifum okkur upp í kvöld,“ sagði hann. Dominos-deild karla
Stjarnan náði að koma sér aftur á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð í Domino's-deild karla og sendi skýr skilaboð með frábærri frammistöðu í öruggum sigri á Keflavík á heimavelli í kvöld. Stjörnumenn eru með sigrinum öruggir inn í úrslitakeppni Domino's-deildar karla en Þór Þorlákshöfn er úr leik. Stjörnumenn gerðu snemma út um leikinn gegn andlausu liði Keflavíkur í kvöld en síðari hálfleikurinn var nánast formsatriði fyrir spræka Garðbæinga. Keflvíkingar voru að sama skapi hörmulegir eftir tvo sigurleiki í röð og miðað við frammistöðu liðsins í kvöld er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu Keflvíkinga fyrir úrslitakeppnina. Bæði lið voru reyndar ísköld í upphafi leiks en þó sérstaklega Keflvíkingar sem skoruðu bara fjögur stig á fyrstu fimm mínútjm leiksins. Ljóst var að þeir réðu illa við varnarleik Stjörnumanna. Heimamenn, með þá Tómas Þórð Hilmarsson, Hlyn Bæringsson og Arnþór Frey Guðmundsson í fararbroddi, komust þá í gang og litu Stjörnumenn aldrei um öxl eftir það. Hið sögufræga lið Keflavíkur virtist hafa náð að koma sér á rétta braut á síðustu vikum eftir erfitt tímabil eftir tvö sannfærandi sigra á KR og grönnum sínum í Njarðvík. En það er sama hvar er gripið niður í frammistöðu liðsins í kvöld, hún var einfaldlega skelfileg á báðum endum vallarins frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.Af hverju vann Stjarnan? Keflvíkingar voru orkulausir og áhugalausir frá fyrstu mínútu. Hörður Axel reyndi hvað hann gat að koma sínum mönnum í gang en ekkert gekk. Magnús Már Traustason átti reyndar tvær þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik en mikið meira var það ekki. Framlag annarra leikmanna Keflavíkur, allra helst Bandaríkjamannanna tveggja sem voru lengi vel með bara tvö stig hvor í leiknum, var lítið sem ekkert. Keflavík leit skelfilega út í þessum leik.Hverjir stóðu upp úr? Tómas Þórður Hilmarsson átti stórleik, sérstaklega í fyrri hálfleik er hann var með 22 stig og tólf fráköst. Hann þurfti ekki að bæta miklu við í síðari hálfleik, enda yfirburðir Stjörnunnar algerir. Tómas Þórður endaði með 26 stig og sextán fráköst. Hlynur Bæringsson, með fimmtán stig og ellefu fráköst, átti líka frábæran leik, bæði í vörn og sókn og þá var Arnþór Freyr Guðmundsson baneitraður utan þriggja stiga línunnar. Hann endaði með fimmtán stig.Hvað gekk illa? Af öllu því sem fór úrskeðis hjá Keflavík í kvöld verður að nefna varnarleikinn sérstaklega. Stjörnumenn þurftu að hafa lítið fyrir því að búa sér til skot og eftir að hafa verið kaldir í upphafi leiks nýttu skyttur heimamanna sér tækifærið ítrekað. Munurinn var orðinn 35 stig áður en fjórði leikhluti hófst og Keflvíkingar andlausir á öllum vígstöðum, en þá sérstaklega í vörninni.Tölfræðin sem vakti athygli Yfirburðir Stjörnunnar vöru í öllum þáttum leiksins en kannski að það veki helst athygli að Keflavík skoraði aldrei eftir hröð upphlaup í leiknum, sem segir sitt um bæði varnarleikinn liðsins og andleysið í liðinu.Hvað gerist næst? Stjörnumenn eru nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni eftir sigurinn í kvöld og Þór Þorlákshöfn um leið úr leik. Stjarnan mætir Tindastóli í lokaumferðinni en Keflavík leikur gegn ÍR og þarf að sýna í þeim leik að liðið eigi að minnsta kosti erindi í úrslitakeppnina. Það var ekki að sjá á leik liðsins í dag.Stjarnan-Keflavík 99-67 (26-16, 28-15, 24-12, 21-24) Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 26/16 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/11 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Darrell Devonte Combs 11/5 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 9/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 6/6 fráköst, Dúi Þór Jónsson 5, Egill Agnar Októsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/5 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Óskar Þór Þorsteinsson 2.Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 13/4 fráköst, Magnús Már Traustason 13, Davíð Páll Hermannsson 10, Dominique Elliott 10/7 fráköst, Reggie Dupree 6, Christian Dion Jones 6/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 6/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1. Friðrik Ingi: Urðum ekki svona lélegir á einum degiFriðrik Ingi RúnarssonVísir/ErnirFriðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, hafði ekki áhyggjur af frammistöðu sinna manna þrátt fyrir afar slaka frammistöðu gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan vann í kvöld rúmlega 30 stiga sigur, 99-67, eftir að hafa komið mest 41 stigi yfir. Yfirburðir Stjörnunnar voru algerir og átti Keflavík ekkert svar. „Þetta sýnir okkur svo ekki sé um villst hversu miklu máli hugarfarið skiptir í íþróttum,“ sagði Friðrik en fyrir leik voru Keflvíkingar með öruggt sæti í úrslitakeppninni - Stjarnan ekki. „Stjarnan var að berjast fyrir sínu og það sást greinilega. Við vorum ekki tilbúnir í þau átök sem voru hér í upphafi leiks og lentum strax undir. Við náðum aldrei neinum takti við þetta. Stjarnan spilaði vel í kvöld en hún er samt ekki alveg svona góð.“ Hann hefur ekki áhyggjur af sínu liði og bendir Friðrik Ingi á að stutt er síðan að liðið vann bæði KR og Njarðvík. „Ef menn mæta bara klárir í slaginn og leggjum okkur fram þá erum við yfirleitt ansi beittir og góðir. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að koma til baka eftir þetta tap. Það er síður en svo komin örvænting í mig.“ „Það er alveg ljóst að við urðum ekki svona lélegir bara á einum degi.“ Hrafn: Tómas Þórður er mjög sérstakur leikmaðurHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/BáraHrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði sínu liði fyrir vasklega framgöngu í stórsigri á Keflavík í kvöld. „Ég er mjög glaður með þessa frammistöðu. Við náðum að undirbúa okkar varnarleik fyrir það sem þeir vilja gera og það er þægilegt að finna fyrir því að það virkaði, sem það gerði frá fyrstu sekúndu,“ sagði Hrafn og hrósaði líka sínum mönnum fyrir að gefa aldrei eftir í leiknum. „Við höfum oft verið með góð tök á sterkum liðum eftir fyrri hálfleik og verið værukærir. En við mættum af krafti inn í seinni hálfleik í kvöld.“ Tómas Þórður Hilmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og var með 22 stig og tólf fráköst að honum loknum. „Hann spilaði eins og að hann ætti jafn vel skilið að vera í sautján manna landsliðshópi,“ sagði Hrafn og brosti. „Þessi drengur er orðinn alvöru leikmaður og getur gert allt. Það á örugglega eftir að slípa hann til í nokkrum þáttum en hann er að verða að mjög sérstökum leikmanni.“ Hrafn hrósaði líka Róberti Sigurðssyni sem skoraði níu stig í kvöld. „Hann stýrði liðin óaðfinnanlega þegar hann var inni á vellinum. Hann sýnir mikinn þroska með hverjum leiknum.“ Hann er þrátt fyrir allt ekki nógu ánægður með stöðu liðsins enda tapaði Stjarnan síðustu tveimur leikjum sínum á undan þessum. „Ég er ekki ánægður með hana en frammistaðan í kvöld var góð og við ætlum að byggja á henni. Við erum nú komnir inn í úrslitakeppnina og ég er ekki viss um að við séum liðið sem toppliðin vilja mæta í fyrstu umferðinni.“ Tómas Þórður: Átti von á meiru frá KeflavíkTómas Þórður Hilmarsson.Vísir/Bára„Það var fínt að klára þetta snemma í dag. Við gerðum það sem við þurftum í fyrri hálfleik,“ sagði Tómas Þórður Hilmarsson sem játaði því að hann átti von á meiru frá Keflavík í kvöld. Tómas Þórður átti stórleik í kvöld. „Ég átti von á meiru frá Keflavík sem er nú með Hörð Axel í liðinu og tvö öfluga Kana. Þetta er allt annað lið en við mættum fyrir áramót. Ég bjóst ekki við því að við myndum vinna með meira en 30 stiga mun í kvöld.“ Stjarnan tapaði síðustu tveimur leikjum á undan og það mátti sjá á Tómasi í kvöld að honum var létt eftir þessa góðu frammistöðu liðsins í kvöld. „Þetta voru ekkert venjulegir tapleikir. Þetta var hrikalega lélegt, sérstaklega gegn Grindavík sem var afar slakt. Það var því fínt að við rifum okkur upp í kvöld,“ sagði hann.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti