Körfubolti

ÍR getur enn tryggt sér deildarmeistaratitlinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR eiga enn möguleika á að verða deildarmeistarar.
Matthías Orri Sigurðarson og félagar í ÍR eiga enn möguleika á að verða deildarmeistarar. Vísir/Bára
ÍR á enn möguleika á að verða deildarmeistari í Domino's-deild karla en aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Haukar eru á toppi deildarinnar með 32 stig og munu tryggja sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Valsmönnum á heimavelli í lokaumferðinni.

Haukar eru þar að auki með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum við bæði ÍR og Tindastól, sem eru einu liðin sem geta náð Haukum að stigum úr þessu.

Það þýðir þó ekki að Haukar séu öruggir með titilinn þar sem að staðan verður önnur ef að Haukar, ÍR og Tindastóll verða öll jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Þá verður ÍR deildarmeistari sem liðið sem er með bestan árangur í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða.

Lokaumferð tímabilsins fer fram á fimmtudag og þarf ÍR þá að vinna Keflavík suður með sjó og treysta um leið á að Tindastóll vinni Stjörnuna á heimavelli og að Haukar tapi fyrir Valsmönnum.

Þá er ljóst eftir tap Tindastóls gegn Njarðvík í kvöld að Stólarnir eiga ekki lengur möguleika á deildarmeistaratitlinum.

Hér fyrir neðan má sjá tölurnar sem skipta máli í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Innbyrðisárangur Hauka gegn ÍR:

Einn sigur og eitt tap. Stigamunur +8

Innbyrðisárangur Hauka gegn Tindastóli:

Einn sigur og eitt tap. Stigamunur +5

Innbyrðisárangur ÍR, Hauka og Tindastóls:

ÍR 3 sigrar

Haukar 2 sigrar

Tindastóll 1 sigur


Tengdar fréttir

Klárt hverjir fara í úrslitakeppnina eftir stórsigur Stjörnunnar

Eftir leiki kvöldsins er ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta þrátt fyrir að enn eigi eftir að spila loka umferð deildarinnar. Allt er hins vegar galopið með uppröðun liðanna í 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×