Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52