Innlent

Margrét Sanders leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Margrét Sanders.
Margrét Sanders. Vísir/Vilhelm
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ samþykkti í dag tillögu uppstillingarnefndar samhljóða um framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, mun leiða listann. Margrét starfar einnig sem ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu.

Í tilkynningu frá fulltrúaráðinu segir að mikil stemmning ríki í herbúðum sjálfstæðismanna og að sex af tólf efstu sætum listans skipi einstaklingar sem ekki hafi komið við sögu á lista Sjálfstæðisflokksins áður.

1. Margrét Sanders, ráðgjafi

2. Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi

3. Anna S. Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri

4. Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri

5. Andri Örn Víðisson, kerfisfræðingur

6. Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur

7. Ísak Ernir Kristinsson, háskólanemi

8. Þuríður B. Ægisson, stjórnmálafræðingur

9. Sigrún Inga Ævarsdóttir, verkefnastjóri

10. Brynjar F. Garðarsson, háskólanemi

11. Jónína Birgisdóttir, ljósmóðir

12. Kristján Rafn Guðnason, yfirverkstjóri

13. Barbara María Sawka, sjúkraliði

14. Sigurður Mar Stefánsson, bókari

15. Anna Steinunn Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur

16. Grétar Guðlaugsson, verkefnastjóri/byggingafræðingur

17. Birgitta Rún Birgisdóttir, flugfreyja

18. Páll Orri Pálsson, framhaldsskólanemi

19. Karólína Júlíusdóttir, viðskiptamenntun

20. Albert Albertsson, hugmyndasmiður

21. Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur

22. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×