Borgin níðist áfram á öryrkjum Þórður Eyþórsson skrifar 6. mars 2018 11:08 Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2008 samþykkti Borgarráð breytingar á greiðslu sérstakra húsaleigubóta. Sú breyting hafði það í för með sér að leigjendur Brynju, þ.e. hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sem á og rekur íbúðir sem leigðar eru til Öryrkja, var öllum synjað um greiðslu sérstakra húsaleigubóta. það þrátt fyrir að þeir hafi átt rétt á þeim áður. Öryrkjabandalagði gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu Reykjavíkurborg árið 2009 en án árangurs. Svar Velferðarsviðs var það að húsnæði sem væri í eigu félags- og líknarsamtaka og aðeins ætlað til leigu af ákveðnum hópi teldist ekki leiguhúsnæði á almennum markaði. Húsnæði, m.a. á vegum Félags einstæðra foreldra, Blindrafélagsins, ÖBÍ og Stúdentagarða, félli þar undir. Fór það svo að einn leigjenda Brynju leitaði með málið til dómstóla og þann 16. júní 2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með þessari ákvörðun sinni mismunað íbúum borgarinnar á ólögmætan hátt. Mætti þá ætla að borgin hefði leiðrétt þessi mál en svo virðist sem hún hafi enn borðið fyrir sig lagalegum úrræðum til þess að komast hjá því. Borgin ákvað að aðeins þeir sem sannanlega hefðu sótt um á pappír fengju bæturnar greiddar afturvirkt. Þá fengju þeir aðeins dráttarvexti ef þeir hefðu sannarlega sótt um réttmætar bætur, annars aðeins höfuðstólinn. Þrátt fyrir að lög um fyrningu miðist við 10 ár hefur borgin ákveðið að túlka lög nr. 150/2007 kröfur fyrnist á 4 árum. Eftir ítrekaðar ábendingar til borgarstjóra Dags. B. Eggertssonar og borgarfulltrúa í meirihluta eru svörin á þá leið að borgin sé nú búinn að bæta þetta að fullu. Ótaldir eru þá þeir öryrkjar sem fengu þær upplýsingar og ráðleggingar að tilgangslaust væri að sækja um sérstöku húsaleigubæturnar, enda öllum synjað. Mjög auðvelt væri að leiðrétta þetta svo rétt væri. Ekki þyrfti annað en staðfestingu Brynju á leigutíma og afrit af skattskýrslum leigjenda. Hér virðist borgin hafa nýtt sér mátt sinn á móti þeim sem hafa það einna verst í samfélaginu, öryrkjum. Til þess að ná frá þeim fjárhæð sem eru smáaurar fyrir borgina en afar miklir fyrir þessa einstaklinga. Nú þegar Borgarstjórnarkosningar eru að skella á held ég að það sé gott að þrýsta á Borgarstjóra og Borgarfulltrúa meirihlutans að biðjast afsökunar á þessu og lagfæra. Ég mun allavega ekki kjósa með meirihlutamyndun nema þetta sé leiðrétt strax í byrjun kjörtímabils. Spyr ég eining Dag. B. Eggertsson og aðra borgarfulltrúa hvort að einstaklingar í borginni hafi sama rétt og borgin sjálf. Fyrnast skuldir þeirra gagnvart borginni einnig á fjórum árum? Án dráttarvaxta hafi þeir ekki verið send sérstök beiðni vegna þeirra?Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar og sækist eftir 1. Sæti og varamaður í stjórn ÍTR
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar