Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 14:42 Tusk virtist ekki vongóður um að markmið ESB og bresku ríkisstjórnarinnar varðandi Brexit væru samrýmanleg. Vísir/AFP Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44
Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00