Losun hafta mikið hagsmunamál 8. mars 2018 07:00 Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sagt að ekki sé tímabært að slaka á innflæðishöftunum á þessari stundu. Vísir/Anton Einn veigamesti gallinn á innflæðishöftunum er að þau gera engan greinarmun á vaxtamunarviðskiptum eða langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi, heldur taka til allra fjárfestinga í íslenskum skuldabréfum. Afleiðingin er sú að ríkissjóður, fyrirtæki og heimili í landinu þurfa að búa við lakari vaxtakjör en annars væri. Þetta er álit nokkurra nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem Fréttablaðið ræddi við. Fjallað var um skaðsemi haftanna, sem Seðlabankinn setti á innflæði fjármagns í júní 2016, á fundi nefndarinnar á þriðjudag. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, voru gestir fundarins en þeir ræddu meðal annars leiðir til þess að slaka á höftunum þannig að þau myndu ekki bitna eins harkalega á langtímafjárfestingu erlendra fjárfesta í íslensku atvinnulífi og raun ber vitni.Sjá einnig: Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að nefndin muni halda áfram að fjalla um innflæðishöftin og áhrif þeirra og kalla til sín hina ýmsu sérfræðinga. Hann hefur auk þess óskað eftir sérstakri umræðu um málið á þingi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. „Það hefur lítið verið rætt um áhrif haftanna í almennri umræðu en ég held að fleiri og fleiri séu að átta sig á því að þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki,“ segir hann. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður ViðreisnarÍ samtali við Markaðinn í síðustu viku gagnrýndi Agnar Tómas tregðu stjórnenda Seðlabankans til þess að laga útfærslu haftanna. „Þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á því að laga reglurnar í kringum innflæðishöftin að þörfum efnahagslífsins,“ sagði hann. Fram kom í máli Agnars Tómasar og Steingríms Arnars á fundinum á þriðjudag að höftin hefðu hækkað vexti og vaxtakostnað í landinu verulega. Þeir bentu meðal annars á að þrátt fyrir að Seðlabankinn hefði lækkað stýrivexti sína hefðu fastir vextir til fyrirtækja á skuldabréfamarkaði og fastir verðtryggðir útlánavexti í bankakerfinu staðið nokkurn veginn í stað. Þá hefði vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur fyrirtækja snarhækkað. Vaxtalækkanir Seðlabankans hefðu þannig ljóslega ekki skilað sér til heimila og fyrirtækja. Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í efnahags- og viðskiptanefnd, bendir á að á sama tíma og erlendum fjárfestum sé haldið frá innlendum fjármagnsmarkaði séu lífeyrissjóðir að auka fjárfestingar sínar erlendis. „Það er í sjálfu sér æskilegt að sjóðirnir horfi meira til útlanda, enda eru erlendar eignir þeirra orðnar sögulega litlar eftir áratug í höftum. Margir þeirra eru farnir að nálgast hámörk í fjárfestingum sínum í skuldabréfum einstakra útgefenda sem þrengir stakk þeirra verulega til frekari fjárfestinga hér á landi. Það væri því æskilegt að taka innflæðishöftin til endurskoðunar og stuðla þannig að auknu fjármagnsinnflæði til landsins á sama tíma og lífeyrissjóðirnir nýta sér svigrúm til þess að fjárfesta erlendis,“ nefnir hann. Þorsteinn tekur þó fram að allir ættu að geta sammælst um að skynsamlegt sé að verja „örsmáa mynt, líkt og krónuna, fyrir vaxtamunarviðskiptum. Það er ljóst að innflæðishöftin verða ekki afnumin nema samhliða endurskoðun peningastefnunnar. Útflutningsgreinarnar okkar mega ekki við stjórnlausri styrkingu krónunnar á grundvelli vaxtamunarviðskipta.“ Ólafur Ísleifsson, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í efnahags- og viðskiptanefnd og doktor í hagfræði, segir að á fundinum hafi komið fram margar gagnlegar ábendingar um nauðsyn þess að gerður sé greinarmunur á innflæði fjármagns vegna annars vegar vaxtamunarviðskipta og hins vegar langtímafjárfestingar. Vaxtamunarviðskipti væru vitaskuld skaðleg en langtímafjárfesting væri hins vegar í eðli sínu jákvæð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Einn veigamesti gallinn á innflæðishöftunum er að þau gera engan greinarmun á vaxtamunarviðskiptum eða langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi, heldur taka til allra fjárfestinga í íslenskum skuldabréfum. Afleiðingin er sú að ríkissjóður, fyrirtæki og heimili í landinu þurfa að búa við lakari vaxtakjör en annars væri. Þetta er álit nokkurra nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem Fréttablaðið ræddi við. Fjallað var um skaðsemi haftanna, sem Seðlabankinn setti á innflæði fjármagns í júní 2016, á fundi nefndarinnar á þriðjudag. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management, og Steingrímur Arnar Finnsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Fossum mörkuðum, voru gestir fundarins en þeir ræddu meðal annars leiðir til þess að slaka á höftunum þannig að þau myndu ekki bitna eins harkalega á langtímafjárfestingu erlendra fjárfesta í íslensku atvinnulífi og raun ber vitni.Sjá einnig: Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að nefndin muni halda áfram að fjalla um innflæðishöftin og áhrif þeirra og kalla til sín hina ýmsu sérfræðinga. Hann hefur auk þess óskað eftir sérstakri umræðu um málið á þingi við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. „Það hefur lítið verið rætt um áhrif haftanna í almennri umræðu en ég held að fleiri og fleiri séu að átta sig á því að þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki,“ segir hann. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður ViðreisnarÍ samtali við Markaðinn í síðustu viku gagnrýndi Agnar Tómas tregðu stjórnenda Seðlabankans til þess að laga útfærslu haftanna. „Þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á því að laga reglurnar í kringum innflæðishöftin að þörfum efnahagslífsins,“ sagði hann. Fram kom í máli Agnars Tómasar og Steingríms Arnars á fundinum á þriðjudag að höftin hefðu hækkað vexti og vaxtakostnað í landinu verulega. Þeir bentu meðal annars á að þrátt fyrir að Seðlabankinn hefði lækkað stýrivexti sína hefðu fastir vextir til fyrirtækja á skuldabréfamarkaði og fastir verðtryggðir útlánavexti í bankakerfinu staðið nokkurn veginn í stað. Þá hefði vaxtaálag á skuldabréfaútgáfur fyrirtækja snarhækkað. Vaxtalækkanir Seðlabankans hefðu þannig ljóslega ekki skilað sér til heimila og fyrirtækja. Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í efnahags- og viðskiptanefnd, bendir á að á sama tíma og erlendum fjárfestum sé haldið frá innlendum fjármagnsmarkaði séu lífeyrissjóðir að auka fjárfestingar sínar erlendis. „Það er í sjálfu sér æskilegt að sjóðirnir horfi meira til útlanda, enda eru erlendar eignir þeirra orðnar sögulega litlar eftir áratug í höftum. Margir þeirra eru farnir að nálgast hámörk í fjárfestingum sínum í skuldabréfum einstakra útgefenda sem þrengir stakk þeirra verulega til frekari fjárfestinga hér á landi. Það væri því æskilegt að taka innflæðishöftin til endurskoðunar og stuðla þannig að auknu fjármagnsinnflæði til landsins á sama tíma og lífeyrissjóðirnir nýta sér svigrúm til þess að fjárfesta erlendis,“ nefnir hann. Þorsteinn tekur þó fram að allir ættu að geta sammælst um að skynsamlegt sé að verja „örsmáa mynt, líkt og krónuna, fyrir vaxtamunarviðskiptum. Það er ljóst að innflæðishöftin verða ekki afnumin nema samhliða endurskoðun peningastefnunnar. Útflutningsgreinarnar okkar mega ekki við stjórnlausri styrkingu krónunnar á grundvelli vaxtamunarviðskipta.“ Ólafur Ísleifsson, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í efnahags- og viðskiptanefnd og doktor í hagfræði, segir að á fundinum hafi komið fram margar gagnlegar ábendingar um nauðsyn þess að gerður sé greinarmunur á innflæði fjármagns vegna annars vegar vaxtamunarviðskipta og hins vegar langtímafjárfestingar. Vaxtamunarviðskipti væru vitaskuld skaðleg en langtímafjárfesting væri hins vegar í eðli sínu jákvæð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Gagnrýna tregðu til að slaka á höftum Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars. 28. febrúar 2018 08:00