Af KSÍ og Íslandsmótinu Benedikt Bóas skrifar 8. mars 2018 07:00 Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan. Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt. Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heilstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“ Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM. Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölur. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir. Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar