Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 11:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, ræddi samræmd próf og stöðuna í menntamálum þjóðarinnar á þingi í dag. vísir/eyþór Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. Hún segir þjóðina standa á ákveðnum tímamótum í menntamálum og að rauðu ljósin séu víða. Þetta kom fram í svari ráðherra við óundirbúinni fyrirspurn frá Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði út í samræmd próf og tilgang þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar var meðal annars gagnrýni sem komið hefur fram um árabil frá Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku, á samræmd próf í móðurmálinu og svo þau mistök sem áttu sér stað við framkvæmd prófanna í gær er meirihluti nemenda gat ekki lokið íslenskuprófinu vegna tæknilegra örðugleika.„Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt“ „Íslenskunám nemenda í grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum. Ýmsir skólamenn hafa látið í ljós efasemdir um gildi þessara prófa yfirleitt og í gær skrifar Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi til að mynda á Facebook-síðu sína, með leyfi forseta, að þessi próf séu: „leifar af skólastarfi fyrri tíma, eins konar forngripir sem þvælast fyrir nútíma skólastarfi. Þau eiga heima á Þjóðminjasafninu í læstum skáp.“ Hafsteinn spyr líka, og ég veit að fleiri skólastjórnendur og nemendur spyrja: Hver er tilgangur samræmdu prófanna í dag og hvað eiga þau að mæla? „Eru þau liður í að bæta skólastarf, hafa þau bætt skólastarf?“ Áhugavert væri að heyra hugmyndir ráðherrans um þetta,“ sagði Guðmundur Andri á þingi í dag.Margt sem þarf að gera til styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin Ráðherra vísaði í fyrra svari sínu í tilkynningu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrr í dag vegna framkvæmdar prófanna í gær og mistaka við þau. „Varðandi spurningu þingmannsins held ég að við séum ekki komin á þann stað akkúrat núna að taka ákvörðun um það hvað við gerum varðandi samræmdu prófin. Þau hafa verið iðkuð í talsverðan tíma, þau hafa sína kosti og þau hafa líka sína galla, en það þarf að vera ákveðinn fyrirsjáanleiki og við þurfum að taka svona ákvörðun og vera búin að undirbúa hana mjög vel.“ Í síðara svari sínu sagði Lilja að hún teldi mjög brýnt að skoða þessi mál. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða. Það eru áskoranir er varða stöðu kennarans, við fáum ekki þá nýliðun sem við þurfum. Samkeppnsihæfni skólakerfisins hefur hrakað, einnig er varðar íslenskt mál, þannig að ég tel að þessar ábendingar háttvirts þingmanns séu mjög góðar og ég vil skoða þær í samvinnu við þingið því það er svo margt sem við þurfum að fara í til að styrkja alla umgjörð í kringum menntamálin í landinu.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent