Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 09:24 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33