Góðar hugmyndir og vondar Snædís Karlsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:59 Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek telur það vonda hugmynd að gefa frítt í Strætó. Ókeypis þjónusta sé annað hvort léleg eða samfélagslega dýr. Nær sé að bæta þjónustuna. Markmið hugmyndar um Borgarlínu er að greiða götur borgarinnar með því að fá fleira fólk til þess að nýta almenningssamgöngur. Hún mun að lágmarki kosta 70 milljarða og ekki hafa nein áhrif á umferðarvandann á næsta kjörtímabili, nema í besta falli í formi umferðartafa ef framkvæmdir myndu hefjast. Að því loknu á síðan eftir að koma í ljós hvort hugmyndin sé yfirhöfuð góð. Framboð Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar leggur til að gerð verði tilraun með að hafa tímabundið frítt í stætó. Markmið hugmyndarinnar er það sama og Borgarlínu nema hvað himinn og haf skilur á milli fórnarkostnaðar í tíma og peningum við það að kanna hvort hugmyndirnar nái sameiginlegu markmiði sínu. Ef ekki næst góður árangur af því að hafa frítt í strætó mætti gera aðra tilraun. Hvað með að reykvískir háskólanemar og borgarstarfsmenn fái greiddar t.d. 20 þúsund kr. í samgöngustyrk á mánuði, fyrir það að nýta vistvænan ferðamáta á leið til vinnu eða skóla? Væri það ábátasöm leið til að létta á gatnakerfinu? Mögulega. Kannski reynast þetta báðar vera vondar hugmyndir, hver veit, en við teljum það aðkallandi að koma með raunhæfar tillögur sem ætlað er að hafa marktæk áhrif sem fyrst, á sem ódýrastan hátt fyrir okkur öll. Það sem fljótt á litið virðist vond hugmynd gæti nefnilega reynst tilraunarinnar virði, rétt eins og að hugmynd sem virðist góð gæti valdið vonbrigðum í framkvæmd. Við gætum reyndar prófað 70 vondar hugmyndir og athugað hvort þær virki í stað þess að taka áhættuna á því að Borgarlínan sé jafn góð hugmynd og sumir vilja láta.Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar