Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. febrúar 2018 11:25 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur í forgrunni, Eyþór Arnalds ásamt Áslaugu Maríu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni sem fylgdu Eyþóri fast á hæla í kosningu um fyrsta sæti listans. Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent