Lífið

„Held jafnvel að Hanna Rún eigi eftir að gera fáránlega hluti með mér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór og Hanna fóru saman í tökur í dag.
Bergþór og Hanna fóru saman í tökur í dag.
„Það var nú svo fyndið að ég var að hugsa um daginn hvernig ég gæti farið hressilega út fyrir þægindarammann. Ég held að það sé lykilatriði þegar maður er kominn á sjötugsaldur að halda áfram að ögra sér og gera eitthvað sem reynir á heilann. Þetta kom því eins og himnasending og ég sagði strax já,“ segir Bergþór Pálsson sem ætlar að slá til og taka þátt í dansþættinum Allir geta dansað.

Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Bergþór verður í teymi með sjálfri Hönnu Rún Bazev Óladóttur.

„Ég er yfirleitt aftastur í hópsenum í leikhúsinu, þannig að það er nokkuð ljóst að ég er hörmulegur dansari. Sjálfstraustið hefur því verið í frostmarki, svo að þetta tækifæri féll eins og flís við rass. Ef ég bæti mig, þó ekki sé nema eitt hænuskref, er ég búinn að sigra fyrir mig, enda er ég ekki í keppni við neinn nema sjálfan mig.“

Bergþór segist fyrst hafa fengið smá stresskast.

„En ég fékk stórkostlegan kennara, Hönnu Rún Óladóttur og hún fer mjög hægt og telur í mig kjarkinn. Ég held jafnvel að Hanna Rún eigi eftir að gera fáránlega hluti með mér.“

Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.