Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 16:32 Áskorunin var afhent forsætisráðherra fyrr í dag. Vísir/Hanna Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00