Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Miklar vonir eru bundnar við að stórskipa- og olíuþjónstuhöfn í Finnafirði valdi straumhvörfum í atvinnulífi á svæðinu. Vísir/Pjetur Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00