Enski boltinn

Mourinho við blaðamann: „Má ég knúsa þig?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Afp
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ánægður með blaðamann BT Sport er hann spurði stjórann út í frammistöðu Skotans Scott McTominay í Meistaradeildarleik gegn Sevilla í kvöld.

McTominay átti fínan leik inni á miðsvæðinu hjá United í kvöld, en hann var valinn í liðið á kostnað Pogba. Á blaðamanannafundinum skömmu eftir leik í kvöld var Mourinho mikið spurður út í afhverju Pogba væri á bekknum, en blaðamaður BT spurði hann út i McTominay þegar hann náði tali af Portúgalanum.

„Má ég knúsa þig?” voru fyrstu viðbrögð Mourinho þegar blaðamaðurinn spurði hann að þessu. „Á blaðamannafundinum voru spurningarnar um Pogba, en hefðu átt að vera um strákinn. Hann var frábær.”

„Hann gerði allt vel. Hann setti pressu á Ever Banega og stöðvaði spil hans, hann er stjórnandinn hjá þeim. Mér fannst Scott vera frábær. Miðjan byrjaði vel og Pogba kom inn með dínamík þegar hann kom inn á. Frammistaða hans var jákvæð.”

United mætir nú Sevilla á heimavelli í síðari leiknum og Mourinho segir að heimavöllurinn, Old Trafford, hafi saknað leikja eins og Meistaradeildin ber með sér.

„Ef það verða skoruð mörk og við gerum jafntefli, erum við úr leik. Ef við vinnum, förum við áfram. Þetta er erfitt. Old Trafford hefur saknað leikja eins og stórra Evrópuleikja. 8-liða úrslitin og undanúrslitin í Evrópudeildinni síðustu ár voru þari, en Evrópudeildin hefur öðruvísi tilhneigingu.”


Tengdar fréttir

Pogba á bekknum gegn Sevilla

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, verður varamaður í kvöld í leik liðsins gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. BBC greinir frá þessu á vef sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×