Falin stilling orsakaði hljóðvandræði hjá Aroni Hannesi og félögum Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 10:30 Aron Hannes mun flytja lag sitt Golddigger í úrslitum Söngvakeppninnar. RÚV Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Eurovision Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Röng stilling orsakaði það að bakraddir heyrðust ekki þegar Aron Hannes og félagar fluttu lagið Golddigger á seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Aron Hannes fékk að endurflytja lagið á undankvöldinu og fór svo að Golddigger var eitt þriggja laga sem komst áfram í úrslitin. Hljóðblöndun í Söngvakeppninni var mikið til umræðu í fyrra þegar flytjendur lagsins Heim til þín sögðu hana hafa verið hörmung þegar kom að þeirra lagi og sendi tónlistarkonan Hildur Kristín inn formlega kvörtun til Ríkisútvarpsins vegna hljóðblöndunarinnar á hennar lagi, Bammbaramm.Birna Hansdóttir, framleiðslustjóri Ríkisútvarpsins, segir í samtali við Vísi að þegar lagið var í loftinu í fyrra skiptið áttaði hljóðmaður sig ekki strax á því hvað olli því að bakraddarnir heyrðust ekki. Við nánari kom í ljós að röng stilling var á hljóðblandaranum, eða hljóðmixer, sem notaður er til að hljóðblanda flutning söngvara lagsins við undirspilið. Birna segir ástæðuna fyrir því að hljóðmaðurinn áttaði sig ekki strax á mistökunum vera að þessi umrædda stilling var falin í hljóðblandaranum og átti ekki að notast við hana í Golddigger. „Þá er hins vegar rétt að taka fram að um leið og við heyrðum að ekki var allt með felldu var strax tekin sú ákvörðun að lagið yrði flutt aftur og fulltrúar atriðisins voru upplýstir um það samstundis,“ segir Birna. „Vissulega hörmum við þessi mistök, en sem betur fer komu þau ekki að sök,“ segir Birna. Síðari flutningur lagsins gekk glimrandi vel, sá fyrr í raun líka þegar horft er til frammistöðu söngvaranna, og lagið flaug í úrslit.„Að sjálfsögðu munum við fara vel yfir alla ferla og tryggja að svona mál komi ekki upp í úrslitunum. Það leggjast allir á eitt um að skila sinni vinnu 100% og rúmlega það, bæði á hinu tæknilega sviði sem og annars staðar í þessu stóra verkefni. Allt getur jú gerst í beinni útsendingu en við leggjum allt kapp á það að tryggja að skipulag, tækni, framkvæmd og dagskrárgerð gangi fumlaust fyrir sig,“ segir Birna. Þórunn Antonía flutti lag sitt, Ég mun skína, á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar 10. febrúar síðastliðinn. Í hápunkti lagsins virtist eins og hljóðstyrkurinn á hljóðnema hennar hefði ekki verið réttur en það má heyra í myndbandinu hér fyrir neðan þegar tvær mínútur og tuttugu og ein sekúnda er liðin af myndbandinu.Birna segir að henni skiljist að ekki hafi þótt ástæða til að greina það mál sérstaklega hjá Ríkisútvarpinu. Úrslit Söngvakeppninnar fara fram 3. mars næstkomandi í Laugardalshöll.
Eurovision Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira