Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:00 Kortið sýnir flæði íss á Suðurskautslandinu. Litakóðinn sýnir hraða flæðisins á einu ári. NASA Earth Observatory Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55