Konur í sveitarstjórnum: Karlaheimur og hrútskýringar Sveinn Arnarsson skrifar 25. febrúar 2018 11:00 Silja Dögg Baldursdóttir hætti eftir eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi á Akureyri. „Maður hefur alveg lent í ótrúlegustu hrútskýringum,“ segir hún um reynslu sína. Vísir/Auðunn Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 26. maí næstkomandi. Verður þetta í tólfta sinn sem kosið verður í landinu á innan við áratug. Á kjördag velja íbúar hinna 74 sveitarfélaga einstaklinga til að stjórna bæjarfélögum sínum næstu fjögur árin. Nýir frambjóðendur í bland við reyndari munu bjóða sig fram til starfa og óska eftir stuðningi samborgara sinna. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, segir í ritrýndri grein í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í desember síðastliðnum, að sex af hverjum tíu sveitarstjórnarfulltrúum hafi komið nýir inn eftir hverjar kosningar til sveitarstjórna í síðustu þrennum sveitarstjórnarkosningum og líkur á því að konur hætti eftir fyrsta kjörtímabilið séu meiri en að karlar geri slíkt hið sama. En hvernig er að vera kona í sveitarstjórn og af hverju virðist það vera svo að konur hætti fyrr í pólitík en karlmenn? Af hverju hafa kjörnar konur aldrei orðið fleiri en karlar í sveitarstjórnum landsins og hvenær er von á að það breytist? Viðgengst einhver óútskýrður karlakúltúr í sveitarstjórnum landsins sem heillar ekki konur eða gerir starfið á vettvangi sveitarstjórna minna heillandi fyrir konur en karla? Til þess að reyna að öðlast dýpri skilning á því settumst við niður með þremur ungum og öflugum konum vítt og breitt um landið sem eru að hætta eftir tiltölulega skamma stund í pólitík og hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna, í bili að minnsta kosti. Af hverju eru þær að hætta? Eru sveitarstjórnir karllægur heimur? Eru þær ekki metnar að verðleikum eða eru það allt aðrir hlutir sem hafa áhrif á það af hverju konurnar ákveða að stíga til hliðar núna.Silja Dögg BaldursdóttirFæðingarár 1982.L – listi, Akureyri.Hættir eftir eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi. „Staðan er núna þannig hjá okkur fjölskyldunni að við ætlum að elta annað núna sem við settum á ís fyrir fjórum árum þegar ég náði kjöri,“ segir Silja Dögg. „Það er virkilega erfið ákvörðun að kveðja þetta verkefni núna. Eftir því sem maður kemst betur inn í málin verður rödd manns sterkari og maður getur haft meiri áhrif á samfélagið. “ Silja Dögg hefur setið í meirihluta L-lista, lista Framsóknarflokks og Samfylkingar, síðustu fjögur ár á Akureyri. Hún segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum til að byrja með sem tengist því að þar fari ung kona. „Ég myndi segja að það sé erfiðara fyrir ungar konur en karla að taka þátt í þessu að mörgu leyti,“ segir Silja. „Maður þarf að sanna sig meira en strákarnir. Þröskuldurinn er hærri og maður hefur alveg lent í ótrúlegustu hrútskýringum. Maður hefur þurft að sitja undir því að það sé talað við mann eins og maður sé of ungur til að skilja hlutina.“ Ein af ástæðum þess að Silja hættir nú eru starfsaðstæður bæjarfulltrúa á Akureyri. „Þetta starf er ekki alltaf auðvelt. Þar sem þetta er ekki full vinna er mikið unnið eftir venjubundinn vinnutíma. Margir fundir eru því á tíma sem er tekinn af fjölskyldunni. Því segi ég að þú verðir að vera vel giftur til að fara í pólitík. Þetta er tími sem hefur að miklu leyti farið í vinnu fyrir bæinn og nú er komið að því að setja fjölskyldu aftur framar í forgangsröðina,“ segir Silja. Silja Dögg segir þennan hugsunarhátt að einhverju leyti ósýnilegan. „Þeir karlmenn sem ég hef unnið hvað nánast með hafa unnið með mér sem jafningja. Það hefur hins vegar komið upp gagnvart öðrum. Þegar ég er ekki sammála er skýrt fyrir mér að það sé út af vankunnáttu minni eða að ég sé að misskilja viðkomandi. Að því leyti er þetta karlaheimur. Það skiptir öllu máli að ungt fjölskyldufólk, og þá sérstaklega ungar konur, taki þátt í stjórnmálum. Við fáum alltaf besta samfélagið þegar fjölbreyttasti hópurinn vinnur saman.“ Silja nefnir eitt mál sem tók nokkuð á hana. Íþróttafélag í bænum hafi óskað eftir bættri aðstöðu og unnið hafi verið að því að koma til móts við þarfir félagsins. Það hafi hins vegar endað í persónulegri árás á hana eina. „Ég tel það mál hafa farið á þann hátt vegna þess að ég var ung kona. Þá var ég uppnefnd heimsk mella sem vissi ekki neitt. Karlmaður hefði ekki lent í slíku umtali.“Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð F07160218 estherEsther Ösp GunnarsdóttirFæðingarár 1984.Fjarðalistinn, Fjarðabyggð.Hættir eftir tvö kjörtímabil. Esther Ösp hefur setið í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags Fjarðabyggðar frá árinu 2010. Á þeim tíma hafa tvö börn komið í heiminn, þau hjónin stofnað fyrirtæki saman og því hefur verið í mörg horn að líta undanfarin misseri. Hún segir konur þurfa frekar að sanna sig en strákar. „Fyrsta árið í sveitarstjórn fer í að læra á strúktúrinn og hvernig kerfið virkar. Hér í Fjarðabyggð fer svo annað ár í að komast inn í málin sjálf í því fjölkjarnasveitarfélagi sem við búum í. Hér er fimm eða sex af öllu. Það er því margt sem þarf að skoða og kynnast og læra inn á,“ segir Esther. Að hennar mati er ekkert eitt sem réð því að hún hættir í vor. Áhuginn fyrir málefnum sveitarfélagsins hefur síður en svo dvínað en þar sem aðstæður hafi breyst, stækkun fjölskyldu og fyrirtækjarekstur, sé lítið um svigrúm. Og, rétt eins og Silja Dögg á Akureyri, nefnir hún vinnutímann. „Eins og þetta er skipulagt núna þá er þetta hlutastarf með öðru fullu starfi. Bæjarfulltrúar vinna því í frítíma sínum með öllu öðru sem þarf að gera eftir að vinnutíma lýkur. Því er ekki á færi allra að að sinna þessu lengi, nema vilja fórna öðru í staðinn,“ segir Esther Ösp. „Ég hef gert það í átta ár. Á þeim tíma hef ég fórnað öðru og verið sátt við það en nú er kominn tími til breytinga.“ „Ég hef verið afar lánsöm. Ég á mann sem hefur stutt mig 110 pró- sent og verkum á heimilinu skipt bróðurlega á milli okkar, hvort sem það er uppeldi eða heimilisstörf. En vinnan í sveitarstjórn er að taka tímann eftir að vinnu lýkur og fram á kvöld. Það er tíminn með fjölskyldunni. Ég er til í að fórna þeim tíma endrum og eins og nú eru liðin átta ár,“ segir Esther. „Börnin verða ekki svona lítil lengi og ef áhugi er fyrir hendi áfram get ég vel skoðað að koma aftur inn seinna þegar frí- tími eykst aftur.“ Esther segir sveitarstjórnarvettvanginn vera karllægan en að það hafi að einhverju leyti færst til betri vegar síðan hún byrjaði í sveitarstjórn. „Þegar ég byrjaði hélt ég að ég myndi helst finna fyrir fordómum hjá eldri körlum. Það er hins vegar ekki samhengi milli aldurs og fordóma. Ég hef unnið með sextugum mönnum sem líta á mig sem jafningja en svo hef ég líka unnið með strákum á mínum aldri sem uppfullir eru af karlrembu,“ segir hún en bætir við að stutt sé í fordóma. „Ég hef alveg ætlað að bóka gegn máli í nefnd sem ég var andsnúin og fengið spurningu hvort ég gerði mér grein fyrir því hvernig þetta liti út og hvort ég skildi yfirhöfuð málið. Þar fann ég hvað það var litið niður á mig.“ Esther nefnir það að hún hafi unnið á stórum karlavinnustöðum í gegnum tíðina og aldrei fundið fyrir jafn karllægum viðhorfum líkt og hún finni fyrir í sveitarstjórnarpólitíkinni. Hafði hún áður til að mynda unnið hjá Bechtel og Skógrækt ríkisins. „Ég er viss um að þegar menn settu sig í stellingar og töluðu við mig í föðurlegum umvöndunartón hefði raddblær þeirra verið annar ef þeir hefðu verið að tala við karlmann,“ segir Esther.Margrét Gauja MagnúsdóttirFæðingarár 1976.Samfylking, Hafnarfirði.Hættir eftir þrjú kjörtímabil. „Reynsla er völd og til að öðlast völd þarftu reynslu. Þess vegna er sorglegt að konur hætta þegar þær loksins eru komnar með reynslu sem getur svo fært þeim völdin,“ segir Margrét Gauja sem hefur setið í þrjú kjörtímabil með hléum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem og að hafa verið varaþingmaður í þrjú ár. Margrét Gauja segir konur þurfa að sanna sig tvöfalt meira en strákarnir á vettvangi stjórnmálanna áður en það sé yfirleitt hlustað á þær. „Við þurfum líka að láta alls konar skít yfir okkur ganga sem karlmaður myndi aldrei láta bjóða sér eða yfir höfuð þurfa að velta því fyrir sér,“ segir Margrét Gauja. „Og hvað þá ef þú ert kona sem fer ekki eftir formúlunni. Ert áberandi, ert með kjaft, fyndin, klæðir þig ekki í dragtina og setur þig ekki í hlutverkið sem prúða dúkkan.“ Þegar ég spyr Margréti Gauju um hrútskýringar karla í hennar garð í stjórnmálum tengir hún það ekkert sérstaklega við stjórnmálin. „Nei, það er meira bara svona saga lífs míns. Hins vegar hef ég ekki lent í því innan stjórnmálanna í einhver ár. Kannski af því að ég er reynslumesti bæjarfulltrúinn í bænum mínum. Menn eru þá hættir þessu. En það var þannig að ég fékk yfir mig alls konar hrútskýringar og áreitni og viðbjóð þegar ég byrjaði.“ Hún bætir við að það sé að einhverju leyti synd að hætta í pólitík á þeim tímapunkti sem menn eru hættir að hrútskýra fyrir henni. Hún bendir á að margt hafi færst til betri vegar á síðustu árum og að byltingar kvenna hafi breytt miklu. „Þegar ég varð stjórnarformaður Sorpu, þá vandaði ég mig brjálæðislega vel og vann það verk vel. Samt sem áður vvoru allir að fara á taugum út af því að það væri kona komin í stólinn. Ég fékk fylgd inn á fundina af samflokksfólki til að halda í höndina á mér og passa upp á mig.“ „Þegar ég var formaður framkvæmdaráðs hringdi einhver karl í mig brjálaður klukkan sex um morguninn einn veturinn af því að það var ekki búið að moka hlaupaleiðina hans. Tel ekki líklegt að hann hefði hringt í karlmann á þeim tíma til að ausa úr skálum reiði sinnar.“Í síðustu kosningum til sveitarstjórna árið 2014 náði metfjöldi kvenna kjöri. Hinsvegar hefur komið í ljós að konur hætta fyrr í sveitarstjórnarpólitík en karlar. Hvaða kraftar eru þar að baki og er hægt að breyta því?Fréttablaðið/Pjetur Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 26. maí næstkomandi. Verður þetta í tólfta sinn sem kosið verður í landinu á innan við áratug. Á kjördag velja íbúar hinna 74 sveitarfélaga einstaklinga til að stjórna bæjarfélögum sínum næstu fjögur árin. Nýir frambjóðendur í bland við reyndari munu bjóða sig fram til starfa og óska eftir stuðningi samborgara sinna. Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, segir í ritrýndri grein í ritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í desember síðastliðnum, að sex af hverjum tíu sveitarstjórnarfulltrúum hafi komið nýir inn eftir hverjar kosningar til sveitarstjórna í síðustu þrennum sveitarstjórnarkosningum og líkur á því að konur hætti eftir fyrsta kjörtímabilið séu meiri en að karlar geri slíkt hið sama. En hvernig er að vera kona í sveitarstjórn og af hverju virðist það vera svo að konur hætti fyrr í pólitík en karlmenn? Af hverju hafa kjörnar konur aldrei orðið fleiri en karlar í sveitarstjórnum landsins og hvenær er von á að það breytist? Viðgengst einhver óútskýrður karlakúltúr í sveitarstjórnum landsins sem heillar ekki konur eða gerir starfið á vettvangi sveitarstjórna minna heillandi fyrir konur en karla? Til þess að reyna að öðlast dýpri skilning á því settumst við niður með þremur ungum og öflugum konum vítt og breitt um landið sem eru að hætta eftir tiltölulega skamma stund í pólitík og hafa tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna, í bili að minnsta kosti. Af hverju eru þær að hætta? Eru sveitarstjórnir karllægur heimur? Eru þær ekki metnar að verðleikum eða eru það allt aðrir hlutir sem hafa áhrif á það af hverju konurnar ákveða að stíga til hliðar núna.Silja Dögg BaldursdóttirFæðingarár 1982.L – listi, Akureyri.Hættir eftir eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi. „Staðan er núna þannig hjá okkur fjölskyldunni að við ætlum að elta annað núna sem við settum á ís fyrir fjórum árum þegar ég náði kjöri,“ segir Silja Dögg. „Það er virkilega erfið ákvörðun að kveðja þetta verkefni núna. Eftir því sem maður kemst betur inn í málin verður rödd manns sterkari og maður getur haft meiri áhrif á samfélagið. “ Silja Dögg hefur setið í meirihluta L-lista, lista Framsóknarflokks og Samfylkingar, síðustu fjögur ár á Akureyri. Hún segist hafa þurft að hafa mikið fyrir hlutunum til að byrja með sem tengist því að þar fari ung kona. „Ég myndi segja að það sé erfiðara fyrir ungar konur en karla að taka þátt í þessu að mörgu leyti,“ segir Silja. „Maður þarf að sanna sig meira en strákarnir. Þröskuldurinn er hærri og maður hefur alveg lent í ótrúlegustu hrútskýringum. Maður hefur þurft að sitja undir því að það sé talað við mann eins og maður sé of ungur til að skilja hlutina.“ Ein af ástæðum þess að Silja hættir nú eru starfsaðstæður bæjarfulltrúa á Akureyri. „Þetta starf er ekki alltaf auðvelt. Þar sem þetta er ekki full vinna er mikið unnið eftir venjubundinn vinnutíma. Margir fundir eru því á tíma sem er tekinn af fjölskyldunni. Því segi ég að þú verðir að vera vel giftur til að fara í pólitík. Þetta er tími sem hefur að miklu leyti farið í vinnu fyrir bæinn og nú er komið að því að setja fjölskyldu aftur framar í forgangsröðina,“ segir Silja. Silja Dögg segir þennan hugsunarhátt að einhverju leyti ósýnilegan. „Þeir karlmenn sem ég hef unnið hvað nánast með hafa unnið með mér sem jafningja. Það hefur hins vegar komið upp gagnvart öðrum. Þegar ég er ekki sammála er skýrt fyrir mér að það sé út af vankunnáttu minni eða að ég sé að misskilja viðkomandi. Að því leyti er þetta karlaheimur. Það skiptir öllu máli að ungt fjölskyldufólk, og þá sérstaklega ungar konur, taki þátt í stjórnmálum. Við fáum alltaf besta samfélagið þegar fjölbreyttasti hópurinn vinnur saman.“ Silja nefnir eitt mál sem tók nokkuð á hana. Íþróttafélag í bænum hafi óskað eftir bættri aðstöðu og unnið hafi verið að því að koma til móts við þarfir félagsins. Það hafi hins vegar endað í persónulegri árás á hana eina. „Ég tel það mál hafa farið á þann hátt vegna þess að ég var ung kona. Þá var ég uppnefnd heimsk mella sem vissi ekki neitt. Karlmaður hefði ekki lent í slíku umtali.“Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð F07160218 estherEsther Ösp GunnarsdóttirFæðingarár 1984.Fjarðalistinn, Fjarðabyggð.Hættir eftir tvö kjörtímabil. Esther Ösp hefur setið í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags Fjarðabyggðar frá árinu 2010. Á þeim tíma hafa tvö börn komið í heiminn, þau hjónin stofnað fyrirtæki saman og því hefur verið í mörg horn að líta undanfarin misseri. Hún segir konur þurfa frekar að sanna sig en strákar. „Fyrsta árið í sveitarstjórn fer í að læra á strúktúrinn og hvernig kerfið virkar. Hér í Fjarðabyggð fer svo annað ár í að komast inn í málin sjálf í því fjölkjarnasveitarfélagi sem við búum í. Hér er fimm eða sex af öllu. Það er því margt sem þarf að skoða og kynnast og læra inn á,“ segir Esther. Að hennar mati er ekkert eitt sem réð því að hún hættir í vor. Áhuginn fyrir málefnum sveitarfélagsins hefur síður en svo dvínað en þar sem aðstæður hafi breyst, stækkun fjölskyldu og fyrirtækjarekstur, sé lítið um svigrúm. Og, rétt eins og Silja Dögg á Akureyri, nefnir hún vinnutímann. „Eins og þetta er skipulagt núna þá er þetta hlutastarf með öðru fullu starfi. Bæjarfulltrúar vinna því í frítíma sínum með öllu öðru sem þarf að gera eftir að vinnutíma lýkur. Því er ekki á færi allra að að sinna þessu lengi, nema vilja fórna öðru í staðinn,“ segir Esther Ösp. „Ég hef gert það í átta ár. Á þeim tíma hef ég fórnað öðru og verið sátt við það en nú er kominn tími til breytinga.“ „Ég hef verið afar lánsöm. Ég á mann sem hefur stutt mig 110 pró- sent og verkum á heimilinu skipt bróðurlega á milli okkar, hvort sem það er uppeldi eða heimilisstörf. En vinnan í sveitarstjórn er að taka tímann eftir að vinnu lýkur og fram á kvöld. Það er tíminn með fjölskyldunni. Ég er til í að fórna þeim tíma endrum og eins og nú eru liðin átta ár,“ segir Esther. „Börnin verða ekki svona lítil lengi og ef áhugi er fyrir hendi áfram get ég vel skoðað að koma aftur inn seinna þegar frí- tími eykst aftur.“ Esther segir sveitarstjórnarvettvanginn vera karllægan en að það hafi að einhverju leyti færst til betri vegar síðan hún byrjaði í sveitarstjórn. „Þegar ég byrjaði hélt ég að ég myndi helst finna fyrir fordómum hjá eldri körlum. Það er hins vegar ekki samhengi milli aldurs og fordóma. Ég hef unnið með sextugum mönnum sem líta á mig sem jafningja en svo hef ég líka unnið með strákum á mínum aldri sem uppfullir eru af karlrembu,“ segir hún en bætir við að stutt sé í fordóma. „Ég hef alveg ætlað að bóka gegn máli í nefnd sem ég var andsnúin og fengið spurningu hvort ég gerði mér grein fyrir því hvernig þetta liti út og hvort ég skildi yfirhöfuð málið. Þar fann ég hvað það var litið niður á mig.“ Esther nefnir það að hún hafi unnið á stórum karlavinnustöðum í gegnum tíðina og aldrei fundið fyrir jafn karllægum viðhorfum líkt og hún finni fyrir í sveitarstjórnarpólitíkinni. Hafði hún áður til að mynda unnið hjá Bechtel og Skógrækt ríkisins. „Ég er viss um að þegar menn settu sig í stellingar og töluðu við mig í föðurlegum umvöndunartón hefði raddblær þeirra verið annar ef þeir hefðu verið að tala við karlmann,“ segir Esther.Margrét Gauja MagnúsdóttirFæðingarár 1976.Samfylking, Hafnarfirði.Hættir eftir þrjú kjörtímabil. „Reynsla er völd og til að öðlast völd þarftu reynslu. Þess vegna er sorglegt að konur hætta þegar þær loksins eru komnar með reynslu sem getur svo fært þeim völdin,“ segir Margrét Gauja sem hefur setið í þrjú kjörtímabil með hléum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem og að hafa verið varaþingmaður í þrjú ár. Margrét Gauja segir konur þurfa að sanna sig tvöfalt meira en strákarnir á vettvangi stjórnmálanna áður en það sé yfirleitt hlustað á þær. „Við þurfum líka að láta alls konar skít yfir okkur ganga sem karlmaður myndi aldrei láta bjóða sér eða yfir höfuð þurfa að velta því fyrir sér,“ segir Margrét Gauja. „Og hvað þá ef þú ert kona sem fer ekki eftir formúlunni. Ert áberandi, ert með kjaft, fyndin, klæðir þig ekki í dragtina og setur þig ekki í hlutverkið sem prúða dúkkan.“ Þegar ég spyr Margréti Gauju um hrútskýringar karla í hennar garð í stjórnmálum tengir hún það ekkert sérstaklega við stjórnmálin. „Nei, það er meira bara svona saga lífs míns. Hins vegar hef ég ekki lent í því innan stjórnmálanna í einhver ár. Kannski af því að ég er reynslumesti bæjarfulltrúinn í bænum mínum. Menn eru þá hættir þessu. En það var þannig að ég fékk yfir mig alls konar hrútskýringar og áreitni og viðbjóð þegar ég byrjaði.“ Hún bætir við að það sé að einhverju leyti synd að hætta í pólitík á þeim tímapunkti sem menn eru hættir að hrútskýra fyrir henni. Hún bendir á að margt hafi færst til betri vegar á síðustu árum og að byltingar kvenna hafi breytt miklu. „Þegar ég varð stjórnarformaður Sorpu, þá vandaði ég mig brjálæðislega vel og vann það verk vel. Samt sem áður vvoru allir að fara á taugum út af því að það væri kona komin í stólinn. Ég fékk fylgd inn á fundina af samflokksfólki til að halda í höndina á mér og passa upp á mig.“ „Þegar ég var formaður framkvæmdaráðs hringdi einhver karl í mig brjálaður klukkan sex um morguninn einn veturinn af því að það var ekki búið að moka hlaupaleiðina hans. Tel ekki líklegt að hann hefði hringt í karlmann á þeim tíma til að ausa úr skálum reiði sinnar.“Í síðustu kosningum til sveitarstjórna árið 2014 náði metfjöldi kvenna kjöri. Hinsvegar hefur komið í ljós að konur hætta fyrr í sveitarstjórnarpólitík en karlar. Hvaða kraftar eru þar að baki og er hægt að breyta því?Fréttablaðið/Pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira